Aðalfundur, vorferð og námskeið 20 til 22 apríl 2018

Nú sláum við saman aðalfundinum, vorferðinni og námskeiði.  Höldum til Blönduóss og skemmtum okkur vel helgina 20. til 22. apríl 2018.

Dagskrá: Hótel Blanda Blönduósi.

Föstudagur:

20-00   Innskráning og samhristingur

Laugardagur:

Námskeið/sýnikennsla: Verða öllum þátttakendum opin  Skráning á staðnum.

09:00-12:00     Búa til lauf úr efni sem hverfur. Margrét Óskarsdóttir

Vatnslitun á efni og ùtsaumur. Ásdís Finnsdóttir

12:00-13:00     Hádegisverður.

13:00-16:00     Pappírsaumur á einfaldan hátt Kolbrún Símonardóttir

Art quilting Dagbjört Guðmundsdóttir

16:00-16:30     Kaffihlé.

16:30-18:00     Aðalfundur: Venjuleg aðalfundastörf og önnur mál um framtíð félagsins.

19:00-23:00     Kvöldverður með skemmtiatriðum.

Sunnudagur:

09:30-12:00     Námskeið: Brjótast út úr hinu “hefðbundna”. Kennari er Sveina Björk Jóhannesdóttir.

12:00-14:00     Hádegisverður hjá Brimslóð, við hliðina á Hótel Blöndu.

14:00               Endum á að skoða refilinn og textilsafnið.

Kostnaður:

Hótel Blanda: Eins manna herbergi: 13.900kr pr. nótt. Tveggja manna herbergi: 15.470kr pr. nótt. Matur og tvö námskeið: 25.000kr.

Vinsamlega tilkynnið þátttöku á netfangið fingurbjorg hja gmail.com eða í síma 8603929 fyrir 5. febrúar 2018.

Allar nánari upplýsingar verða sendar til þátttakenda þegar nær dregur.

Stjórnin.


Saumafundur 27 janúar kl. 10.00 – 16.00 í Bústaðakirkju

Ágætu félagar.

Hver kemur með það sem hann er með undir nálinni en boðið verður upp á kennslu af hálfu Margrétar Óskar Árnadóttur sem hún nefnir Blá endurvinnsla/gallabuxur og ljósar skyrtur:  Hafið með þvegnar og straujaðar gallabuxur og skyrtur og saumið púða o.fl. Ef púði er valinn þarf einar gallabuxur, 40 cm rennilás, bláan tvinna og slatta af bláaum efnisbútum og ræmum. Úr skyrtum má sauma  diskamottur og löbera. Takið með nokkra  litríka búta  og ræmur.  Ath. að reiknað er með að tími vinnist til að kenna lokafrágang á púðaveri.

Að öðru leiti kemur hver með sitt og saumar í „selskap“. Ef einhver á í vandræðum með eitthvað sem við kemur saumaskap þá er upplagt að koma með það og leita ráða. Þarna verður saman komið margt ráðagott fólk.

Auk þess mætir fulltrúi frá B.Ingvarssyni og selur  nálar og eitthvað spennandi sem við finnum not fyrir einhvern tímann.

Hitað verður kaffi. Þátttakendur hafa með sér nesti.  Aðgangur er 1.000,- kr og er öllum opinn.

Kveðja stjórnin.


Bútasaumsverk til Kanada 2018

Íslenska bútasaumsfélagið hefur þegið boð Ailsa Craig Quilt & Fiber Arts Festival um að taka þátt í hátíðinni.  Nú vantar félaginu tilnefningar um verk félagsmanna sem verða send út.   Vinsamlegast fyllið út meðfylgjandi eyðublað ásamt mynd og sendið á póstfangið sem kemur fram á eyðublaðinu.


Jólafundur 29. nóvember kl. 19.30, Bústaðakirkju

Dagskrá:

 • Sr. Helga Soffía Konráðsdóttir flytur pistil.
 • Jólasúkkulaði og meðlæti.
 • Sýnt og sagt fránýlegum verkum.
 • Jólapakkar afhentir
 • Dregið um 5“ bútana
 • Önnur mál.

Vonum við að sem flestir komi og takið með ykkur gesti. Lesa meira »


Félagsfundur 25 október 2017.

Annar fundur vetrarins verður haldinn í Bústaðakirkju, gengið inn frá Bústaðavegi, þann 25. október  klukkan 19:30.

 • Aðalbjörg Hafsteinsdóttir  sýnir okkur hvað hægt er að gera úr gömlum gardínum og fleira.      Kemur skemmtilega á óvart.
 • Kaffihlé.
 • Sýningin í Kanada. Umræður
 • Happdrætti.
 • Sýnt og sagt frá.
 • Önnur mál.

Vonum við að sem flestir komi.  Hlökkum til að sjá ykkur öll. Fundargjald kr. 500.-.

Kveðja, Stjórnin.


Brjóstapúðar

Á síðasta fundi, þann 27. september 2017, var kynnt hugmynd um brjóstapúða. Hér að neðan eru slóðir í nokkur snið og hugmyndir. Búið er að panta nafnaborða fyrir félagið og takmarkið er að gefa rúmlega 200 púða á ári, þ.e. einn púða til hverrar konu sem greinist með brjóstakrabbamein.

https://www.youtube.com/watch?v=Z072j-_S1d4

file:///C:/Users/vigdisst/Downloads/Hands%20on%20Heart%20Pillow%20Pattern.pdf

http://www.emblibrary.com/EL/ELProjects/Projects.aspx?productid=pr1572


Félagsfundir – haustið 2017

Í vetur verða félagsfundir haldnir í Bústaðakirku daganna 27 september, 25  október og 29 nóvember kl. 19.30.


Félagsfundur 27. september kl. 19.30 í Bústaðarkirkju

Fyrsti fundur félagsins verður haldinn í Bústaðarkirkju (gengið inn frá Bústaðarvegi þar sem bókasafnið var áður) klukkan 19.30.

 • Borghildur Ingvarsdóttir verður með erind sem hún nefnir, Kúvending í hennar lífi.
 • Kaffihlé.
 • Birmingham í máli og myndum.
 • Happadrætti.
 • Sýnt og sagt frá, sumarverkin.
 • Önnur mál.

Hlökkum til að sjá ykkur öll.   Stjórin.


Sexkantar og smámunir

Íslenska bútasaumsfélagið heldur sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur 25 til 28 maí 2017.   Opið verður frá kl. 10 til 20 alla sýningardaganna.

Á sýningunni verða sýnd hand- og vélsaumuð bútasaumsverk þar sem sexkantar verða í aðalhlutverki.   Auk fjölmargra smámuna þar sem hugmyndaauðgi ræður ríkum.

Samhliða sýningunni efnir félagið til hlutaveltu með ýmiskonar bútasaumstengdum vinningum og eru sýningargestir hvattir til að styrkja félagið með þátttöku sinni.

Félagsmenn eru vinsamlegast beðnir um að prenta meðfylgjandi auglýsingu til að hengja upp á opinberum vettvangi.


Vorferð Íslenska bútasaumsfélagins

Fyrirhuguð er vorferð á vegum félagasins þann 29 apríl næstkomandi.   Farið verður á Reykjanesið sunnanvert og áætlað að skoða Gunnuhver, Reykjanesvita, nokkra staði í Grindavík og eitthvað fleira.  Lagt af stað kl 9.30 frá Safnaðarheimili Grensáskirkju.   Heimkoma seinnipartinn.  Verð er 7.000 kr., innfalið rúta, hádegisverður og kaffi. Þátttökugjald má greiða inn á reikning félagsins 0537-26-503980 kennitala 541200-2980.  Þátttaka tilkynnist í netfangið os3 hjá símnet.is.