Dagskrá vetrarins 2021-2022

Við munum bjóða upp á veglega vetrardagskrá starfsárið 2021 – 2022.

Fundir verða síðasta miðvikudag hvers mánaðar og hefjast þeir kl. 19:30. Flestir fundir vetrarins verða haldnir í sal Garðyrkjufélags Íslands að Síðumúla 1, gengð inn frá Ármúla.

Við hvetjum alla félagsmenn til að fjölmenna á fundina. Verð 1000 krónur fyrir kaffi og með því og greiðist með reiðufé við innganginn.

Jólafundurinn verður með öðru sniði en venjulega, byrjar fyrr og verður haldinn í öðrum sal, nánar auglýst síðar en stjórnin mun birta boðun um félagsfundi á fésbókarsíðu félagsins og hér á heimasíðunni.

Miðvikudagur 29. september 2021 kl. 19:30

Stjórn verður kynnt.

Covidteppin  – komdu með þín covid verkefni og sýndu okkur! 

Kaffi og með því.

Fattarabítti – komdu með  fattarann þinn eða tvo hálfa fattara og skiptu fyrir annað eins. Hver má koma með eins marga og hugurinn girnist og taka þá jafnmarga til baka. 

Það sem einum finnst ljótt finnst öðrum fallegt! Gerum kvöldið líflegt með fattarabíttum.

Kynning á verkefnum sem félagsmenn standa að, svo sem Hetjuteppi , brjóstapúða og drenpokar. 

Happadrættið á sínum stað.

Miðvikudagur 27. október 2021 kl 19:30 

Sýnikennsla sem  auglýst verður síðar.

Við hvetjum félagsmenn til að koma með „afgangs“efni sem þeir vilja gefa. Efnin verða nýtt til að sauma hjartapúða, drenpoka ofl.   Vinsamlegast athugið að efnin verða að vera 100% bómull, hrein og strokin. Litlir bútar og afskurðir afþakkaðir.  Við vitum náttúrulega að engin efni eru „afgangs“ svo frekar að koma með efnin sem þú getur mögulega slitið samvistum við! Ráðgert er að hittast í Janúar n.k og sauma saman í góðgerðarverkefnin okkar úr þessum gjafaefnum.

Kaffi og með því.

Félagsmenn sýna nýjastu verkin sín  – vertu með og sýndu hvað þú hefur gert!

Skiptimarkaður með ýmislegt tengt bútasaumi, komdu með það sem þú vilt skipta fyrir annað og prúttaðu um það sem þig svo nauðsynlega vantar í staðinn. 

Happadrættið á sínum stað.

Miðvikudagur 24. nóvember 2021 kl. 18:30 – Jólafundur. ATH tímasetningu!

Staðsetning fundar verður nánar auglýst síðar.

Boðið verður upp á eitthvað spennandi í gogginn, Ris a la mande í eftirrétt. Verð kr. 2500 á mann sem greiðist við innganginn í reiðufé.

Félagsmönnum er boðið að hafa með sér gest á þennann félagsfund og er þetta kjörið tækifæri til að kynna starfssemi félagsins og breiða út hina bráðsmitand bútapest.

Möndlugjöf!

Sýning á verkum sem berast í jólasamkeppnina (jólapottaleppar af öllum stærðum og gerðum) og verðlaunaafhending.

Félagsmenn og gestir hafi með sér jólapakka en innihald pakkans skal tengjast bútasaumi. Verðviðmið 3-4000 krónur eða handunnið bútasaumstengt innihald. Gefðu pakka sem þú yrðir hamingjusöm(samur) með að fá.

Ítarlegri dagskrá auglýst síðar.

Laugardagur 22. janúar 2022 kl. 10:00 – Saumadagur

Húsið opnar kl. 10:00 og verður saumað frameftir degi. Kaffi og með því á staðnum en þátttakendur eru hvattir til að taka með sér nesti.

Í dag ætlum við að sauma drenpoka, hjartapúða, hetjuteppi eða kjöltuteppi. Snið af drenpokum og hjartapúðum á staðnum, efni sem félagsmenn gáfu á októberfundi verður einnig á staðnum ásamt tróði og öðru sem máli skiptir. Veittar verða leiðbeiningar um gerð og frágang ef þörf er á. Þeir félagsmenn sem eru að vinna að hetjuteppum eru hvattir til að koma og vinna að þeim í góðum félagsskap.

Miðvikudagurinn 23. febrúar 2022 kl. 19:30

Félagsfundur – nánar auglýst síða

Miðvikurdagurinn 30. mars 2022 kl. 19:30

Félagsfundur með páskaþema.

Páskaþema – félagsmenn komi með sín eigin hæsn , páskaunga, páfugl eða eitthvað páskatengt sem þið hafið  saumað fyrir þennann fund. Notaðu hugmyndaflugið og skelltu í páska undir samavélanálina.

Fundarmenn velja skemmtilegustu verkin og veitt verða verðlaun til þeirra þriggja er flest atkvæði hljóta! Þetta geta verið dúkar, myndir, tuðrur, svuntur, nálapúðar eða hvað sem ykkur dettur í hug og tengist hæsnfuglum eða páskum! Við verkin (aftaná) skulu vera nældir samanbrotnir miðar með nafni þátttakanda þannig að ekki sjáist hver saumaði.

Páskar, hænsn og flögrandi páskaunga

Páskalegt kaffi og bakkelsi.

Happadrættið á sínum stað.

Laugardagur 23. apríl 2022 aðalfundur.

Staðsetning nánar auglýst síðar en við stefnum á að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið.

Í tengslum við aðalfund verða saumadagar frá föstudegi 22. Apríl – sunnudagsins 24. Apríl.

Ennfemur verður haldið á sama stað og sama tíma 3ja daga námskeið með Röndu Mulford sem mun kenna myndbyggingu með efnum e. „Collage quilting“. Margir félagsmenn muna vel eftir Röndu en hún hélt sýningu í Listasal Mosfellsbæjar vorið 2019.

Námskeiðið auglýst nánar í umfjöllun um námskeið vetrarins hér á síðunni.

Laugardagur 21. maí 2022 Vorferð – nánar auglýst síðar.

Dagskrá vetrarins 2020-2021

16-18 apríl 2021

Aðalfundur 

Með fyrirvara um samkomutakmarkanir vegna covid

Dagskrá aðalfundar er svohljóðandi:

 1. Fundarsetning, kosning fundarstjóra og fundarritara
 2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins
 3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
 4. Tillaga um árgjald
 5. Skýrslur nefnda
 6. Lagabreytingar, enda hafi þær borist stjórn fyrir boðun aðalfundar
 7. Kosning formanns
 8. Kosning meðstjórnenda
 9. Kosning varamanna
 10. Kosning tveggja skoðunarmanna
 11. Kosning í nefndir
 12. Önnur mál
 13. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin
 14. Fundi slitið

Við verðum með saumadag þessa helgi og geta þær sem vilja mætt á föstudegi og byrjað að sauma. Við bjóðum upp á sýnikennslu á ýmsu tengdu bútasaumi s.s. blómagerð, hvernig á að sauma boga, sauma kirkjuglugga, en fyrst og fremst erum við að hittast og sauma saman.

Hótel Selfoss er með sérstakt tilboð fyrir félagsmenn og kostar eins manns herbergi með morgunmat kr. 14.000 og tveggja manna herbergi kr. 8.000 pr. mann. Þessi verð miðast við eina nótt.

Aukanótt í eins manns herbergi með morgunverði er kr. 6.000 og aukanótt í tveggja manna herbergi með morgunverði er kr. 5.000 pr. mann.

Þriggja rétta kvöldverður frá 7.500, (sjávarréttasúpa, lambalæri og súkkulaðikaka með vanilluís, ber og mulningur).

Hádegisverður frá kr. 2.400.

Kaffipása 1 (kaffi og te á hlaðborði) kr. 500 per mann.

Kaffipása 2 (Skúffukaka, volg eplakaka og rjómi, kaffi, te) kr. 1500 pr. mann.

Áhugasamir hafi sjálfir samband við Hótel Selfoss í síma 480 2500 eða í netfang info@hotelselfoss.is  og nefni Íslenska bútasaumsfélagið.

Tilkynna þarf um mætingu. Búinn verður til viðburður á fésbókarsíðu félagsins þar sem hægt er að skrá þátttöku og einnig á netfangið fingurbjorg@gmail.com

Vinsamlega ekki bera á ykkur ilmvatn /ilmkrem þar sem það getur valdið ofnæmisviðbrögðum eða óþoli. Við viljum að allir geti átt góðan dag í góðra vina hópi.

Nánari upplýsingar verða á heimasíðu og fésbókarsíðu félagsins.

Reykjavík 31. mars 2021

Stjórnin

Fundir 2019-2020

Sigríður Poulsen verður með sýnikennslu í japanskri Shasiko tækni.

Happdrætti.

Sýnt og sagt frá.

Munið eftir eigin bolla.


30. október 2019


Elínborg D. Lárusdóttir sýnir notkun á stikum.

Þátttakendur koma með stikur og efni.

Sýnt og sagt frá.

Munið að koma með bolla.

27. nóvember 2019. Jólafundur

Jólahugvekja.

Úrslit í jólasamkeppninni kynnt.

Jólagjafir.

Sýnt og sagt frá.

Koma með jólabolla með sér.

18. janúar 2020. Saumadagur

Þáttakendur komi með saumavélar og saumi eigin verkefni, eða taki þátt í sýnikennslu.

Sýnt og sagt frá.

Munið að koma með bolla.

 

 

26. febrúar 2020

Shibori tækni. Sérstök aðferð við að lita efni og fá fram skemmtilega áferð. Efnið er síðan hægt að nota í bútasauminn ef vill. Guðrún Ólafsdóttir sýnir aðferðina.

Happdrætti.

Sýnt og sagt frá.

Komið með eigin bolla.


25. mars 2020 "Saumagleði"

Vinnustöðvar.

Þátttakendur sýna hvað þeir eru að gera og kenna e.t.v. einhverjar aðferðir eða nýjungar.

Happdrætti.

Sýnt og sagt frá.

Munið bollana ykkar.

24.-26. apríl. Aðalfundur

Námskeið.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Fundir verða haldnir í sal Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1, gengið inn Ármúlamegin.

Fundargjald er kr. 1000,-

Stjórn áskilur sér rétt til breytinga á dagskrá.