Dagskrá vetrarins 2020-2021

16-18 apríl 2021

Aðalfundur 

Með fyrirvara um samkomutakmarkanir vegna covid

Dagskrá aðalfundar er svohljóðandi:

 1. Fundarsetning, kosning fundarstjóra og fundarritara
 2. Skýrsla stjórnar um störf félagsins
 3. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
 4. Tillaga um árgjald
 5. Skýrslur nefnda
 6. Lagabreytingar, enda hafi þær borist stjórn fyrir boðun aðalfundar
 7. Kosning formanns
 8. Kosning meðstjórnenda
 9. Kosning varamanna
 10. Kosning tveggja skoðunarmanna
 11. Kosning í nefndir
 12. Önnur mál
 13. Fundargerð síðasta aðalfundar lesin
 14. Fundi slitið

Við verðum með saumadag þessa helgi og geta þær sem vilja mætt á föstudegi og byrjað að sauma. Við bjóðum upp á sýnikennslu á ýmsu tengdu bútasaumi s.s. blómagerð, hvernig á að sauma boga, sauma kirkjuglugga, en fyrst og fremst erum við að hittast og sauma saman.

Hótel Selfoss er með sérstakt tilboð fyrir félagsmenn og kostar eins manns herbergi með morgunmat kr. 14.000 og tveggja manna herbergi kr. 8.000 pr. mann. Þessi verð miðast við eina nótt.

Aukanótt í eins manns herbergi með morgunverði er kr. 6.000 og aukanótt í tveggja manna herbergi með morgunverði er kr. 5.000 pr. mann.

Þriggja rétta kvöldverður frá 7.500, (sjávarréttasúpa, lambalæri og súkkulaðikaka með vanilluís, ber og mulningur).

Hádegisverður frá kr. 2.400.

Kaffipása 1 (kaffi og te á hlaðborði) kr. 500 per mann.

Kaffipása 2 (Skúffukaka, volg eplakaka og rjómi, kaffi, te) kr. 1500 pr. mann.

Áhugasamir hafi sjálfir samband við Hótel Selfoss í síma 480 2500 eða í netfang info@hotelselfoss.is  og nefni Íslenska bútasaumsfélagið.

Tilkynna þarf um mætingu. Búinn verður til viðburður á fésbókarsíðu félagsins þar sem hægt er að skrá þátttöku og einnig á netfangið fingurbjorg@gmail.com

Vinsamlega ekki bera á ykkur ilmvatn /ilmkrem þar sem það getur valdið ofnæmisviðbrögðum eða óþoli. Við viljum að allir geti átt góðan dag í góðra vina hópi.

Nánari upplýsingar verða á heimasíðu og fésbókarsíðu félagsins.

Reykjavík 31. mars 2021

Stjórnin

Fundir 2019-2020

Sigríður Poulsen verður með sýnikennslu í japanskri Shasiko tækni.

Happdrætti.

Sýnt og sagt frá.

Munið eftir eigin bolla.


30. október 2019


Elínborg D. Lárusdóttir sýnir notkun á stikum.

Þátttakendur koma með stikur og efni.

Sýnt og sagt frá.

Munið að koma með bolla.

27. nóvember 2019. Jólafundur

Jólahugvekja.

Úrslit í jólasamkeppninni kynnt.

Jólagjafir.

Sýnt og sagt frá.

Koma með jólabolla með sér.

18. janúar 2020. Saumadagur

Þáttakendur komi með saumavélar og saumi eigin verkefni, eða taki þátt í sýnikennslu.

Sýnt og sagt frá.

Munið að koma með bolla.

 

 

26. febrúar 2020

Shibori tækni. Sérstök aðferð við að lita efni og fá fram skemmtilega áferð. Efnið er síðan hægt að nota í bútasauminn ef vill. Guðrún Ólafsdóttir sýnir aðferðina.

Happdrætti.

Sýnt og sagt frá.

Komið með eigin bolla.


25. mars 2020 "Saumagleði"

Vinnustöðvar.

Þátttakendur sýna hvað þeir eru að gera og kenna e.t.v. einhverjar aðferðir eða nýjungar.

Happdrætti.

Sýnt og sagt frá.

Munið bollana ykkar.

24.-26. apríl. Aðalfundur

Námskeið.

Venjuleg aðalfundarstörf.

Fundir verða haldnir í sal Garðyrkjufélagsins, Síðumúla 1, gengið inn Ármúlamegin.

Fundargjald er kr. 1000,-

Stjórn áskilur sér rétt til breytinga á dagskrá.