Vetrardagskrá starfsárið 2022 – 2023
28. september. Kynning á Amishferð haustið 2023, eldri skráningar í ferðina eru ógildar. Nýjar skráningar skal senda á sýning í haust, confetti verkefnin eru sýnd og fundarmenn hvattir til að sauma í þau. Þau verða m.a. á tombólu / happadrætti á jólasýningu.
26. október. Sýnikennsla jólakort og tækifæriskort. Kynning á EQA.
30. nóvember. Jólafundur. Tilkynna þarf þátttöku á jólafundinn ekki síðar en 25. nóvember á formadur@butasaumur.is
Jólapakkaleikur tengt jólum, beðið er um að þeir sem taka þátt í jólapakkaleik leggi dálítið á sig og velji fallega gjöf í pakkan. Gjöfin þarf að vera eitthvað handunnið eða eitthvað bútasaums- og jólatengt. Sé ekki kostur á að gefa heimaunna bútasaumstengda gjöf þá er lágmarksígildi gjafar 3.500 – 4000 krónur og þarf að vera eitthvað bútasaumstengt! Vinsamlegast ekki setja kerti eða spil í pakka eða gömul efni úr skúffunni og láta gott heita. Ekki er skylda að taka þátt í jólapakkaleiknum, eingöngu þeir sem koma með gjöf fá gjöf á móti.
Við verðum með súpu og brauð og fundurinn í hátíðlegra formi.
Verð 2.500 krónur á fundinn. Jólahugvekja, konfekt og gleðinni dreift óspart. Félagar komi með jólaverkin sín og sýni.
21. janúar, laugardagur. Saumafundur á Sléttunni. Hafa með sér nesti, boðið verður upp á kaffi og vatn. Saumadagur hefst klukkan 10:00 og lýkur kl. 16:00. Sýnikennsla í boði – viðfangsefni síðar. Verð kr. 1000
22. febrúar. Hefðbundinn fundur. Öskudagur, öskupokar. Sýnikennsla og fyrirlestur. Nánari dagskrá auglýst síðar. Verð kr. 1000
Við ætlum að brjóta upp marsfundinn og færa hann yfir á laugardag og vera með saumadag.
25. mars, laugardagur. Saumafundur á Sléttunni. Sýnikennsla. Saumum meira saman! Koma með nesti, saumað frá kl. 10:00 – 16:00. Kaffi og vatn í boði.
21. – 23. apríl. Aðalfundarhelgi með saumaskap og tómri gleði.
Aðalfundur 22. apríl verður haldinn á sunnanverðu landinu. Nánari dagskrá auglýst síðar.