Hetjuteppi - Drenpúðar -Brjóstapúðar
![](https://butasaumur.is/wp-content/uploads/2019/10/50746343_10218309624717735_7937826224229842944_n.jpg)
Áttu mikið af efnum?
Vantar þig verkefni?
Þá er kjörið að taka þátt í verkefnunum okkar sem gleðja.
Hetjuteppi
Félagskonur gefa teppi í Hetjuteppaverkefnið. Tvisvar á ári er teppum síðan út hlutað til íslenskra hetja. Teppin eiga að vera mergt listamanninum, nafn og ár.
Brjóstapúðar
Púðarnir hjálpa krabbameinssjúkum eftir brjóstnám
![](https://butasaumur.is/wp-content/uploads/2019/11/48381465_10156100736808473_8808486472463155200_n.jpg)
Verkefnið hjartapúðar og drenpokar er fyrir brjóstamóttökuna á LSH. Þeir í móttökuna segja að bestu púðarnir eru hjartalaga, ekki flatir að neðan. Hægt er að hafa pokana tvöfalda en ekki nauðsynlegt. Pokarnir eru notaðir í nokkra daga og þær sem gangast undir skurð á báðum brjóstum þurfa tvo púða.
![Drenpokar og hjartapúðar](https://butasaumur.is/wp-content/uploads/elementor/thumbs/28795300_171780286783602_8746258016984427132_n-oh3cbr3bkxsfl8r3awd3hehpedo0p74o9k8af702mw.jpg)
Drenpokar
Drenpokarnir eru notaðir undir dren sem konurnar þurfa að vera með efir aðgerð og gera þeir mikið gagn.
Image Sources: foodiesfeed, WOCinTechChat, GraphBerry