Hetjuteppi

Hvernig á að ganga frá hetjuteppunum áður en þeim er úthlutað til hetja.

Það sem þarf að hafa í huga við gerð Hetjuteppis:

Teppin eru fyrir börn og ungmenni á aldrinum 0-25 ára.

Stærð á ungbarnateppi skal vera að lágmarki 1 x 1 m, annars frjálst.

Litaval er frjálst en veljið liti og mynstur sem höfða til barna.

Teppið þarf að vera vel saumað og þola tíðan þvott.

Teppið þarf að vera vel stungið hvort sem það er gert í höndum eða vél. Það er að segja, óstunginn flötur má ekki vera stærri en lófi (u.þ.b. 10 cm). Reynslan segir okkur að efnið slitnar fyrr í lítið stungnu teppi.

Merkja skal teppið með nafni klúbbs eða einstaklings og ártali, merkingin þarf að vera varanleg og skýr.

Æskilegt er að hugtakið „Teppi handa hetju“ komi fram á merkimiðanum.

Það er í góðu lagi að endurnýta efni svo framarlega sem þau séu heil og hrein.

Aðeins er tekið á móti fullunnum Hetjuteppum. Teppin eru öll mynduð og skráð með nafni gefenda.

Skilafrestur er í vikunni fyrir aðalfund hvert ár.

Hetjuteppi 2023

Úthlutun teppa

Hetjuteppi 2022

Úthlutun teppa

Hetjuteppi 2015

Úthlutun teppa

Hetjuteppi 2013

Úthlutun teppa

Hetjuteppi 2010-11

Hetjuteppi 2009

Úthlutun teppa

Hetjuteppi 2008

Úthlutun teppa

Hetjuteppi 2007

Úthlutun teppa

Hetjuteppi 2006

Úthlutun teppa

Hetjuteppi 2005

Úthlutun teppa

Hetjuteppi 2004

Hetjuteppi 2003

Úthlutun teppa

Okkar mesta ánægja er að gefa hetjum teppi