Íslenska bútasaumsfélagið var stofnað miðvikudaginn 28.11.2000 og var stofnfundur haldinn í Norræna húsinu. 148 manns mættu á fundinn og 70-80 manns utan af landi höfðu samþykkt stofnun félagsins. Aðalhvatakonur að stofnuninni voru Margrét Ósk Árnadóttir, sem kosin var fyrsti formaður félagsins og Halldóra Haraldsdóttir.

Félagið hefur staðið fyrir fjölda námskeiða og sýninga, auk þess að taka þátt í sýningum erlendis. Í félaginu í dag eru um 300 félagsmenn.  Fundir eru haldnir einu sinni í mánuði yfir veturinn. Félagið gefur út fréttablað sem kemur út einu sinni á ári og sent er til félagsmanna.

Nánari umfjöllun um aðdraganda að stofnun félagsins má lesa í 2. tbl. 10. árgangi 2010.