Saumadagur laugardaginn 16. mars

Við viljum minna félagsmenn á saumadaginn n.k. laugardag, 16. mars. Hann verður haldinn í Sléttunni, Sléttuvegi 23, kl. 10:00 – 16:00.

Líkt og síðast þá kemur hver og einn með sín verk og tæki, hvort sem unnið er á saumavél eða í höndunum.

Á saumadeginum í janúar mættu 24 manns og var það mjög góð þátttaka og einstaklega skemmtilegur dagur. Við vonumst til að næg þátttaka náist einnig nú en lágmarksfjöldi er 20 til að dagurinn standi undir sér rekstrarlega séð.

Skráning er á Facebook síðu félagsins “Íslenska bútasaumsfélagið”. Þar er kominn viðburður þar sem mæting er staðfest með því að svara “mæti”.

Kaffi verður á staðnum en hver og einn kemur með sitt nesti fyrir daginn.

Kær kveðja, stjórnin.