Jólafundur félagsins

Jólasamvera miðvikudaginn 29. nóvember 2023

Síðasti fundur ársins verður jólafundur með pakkaleik, mat og skemmtiatriði. Við hvetjum sem flesta félaga til að mæta. 

Það verður pakkaleikur hjá okkur og í pakkanum á að vera eitthvað tengt bútasaumi eða eitthvað handgert sem tengist bútasaum. Fundurinn verður haldinn að Sléttunni, Sléttuvegi og opnar húsið kl. 19:00. Borðhald hefst kl 19.30. Boðið verður upp á skemmtiatriði eftir mat. Gúllashsúpa verður fram borin með brauði og eitthvað sætt í eftirrétt. Verð er 3500 krónur. Ekki er posi á staðnum svo ekki gleyma að hafa með sér reiðufé.  

Nauðsynlegt er að tilkynna þátttöku fyrir 25. nóvember með því að senda póst á asdis.finnsdottir@gmail.com eða formadur@butasaumur.is

Þeir sem eru nú þegar búnir að skrá sig á lista eru beðnir að staðfesta með pósti líka.