Framhaldsaðalfundur 06.09.2023

Stjórn Íslenska bútasaumsfélagins boðar til framhaldsaðalfundar næsta miðvikudag, þann 6. september 2023 kl. 20:00. Fundurinn verður haldinn í salnum Sléttan, að Sléttuvegi 21-23.

Í pósti til allra félagsmanna sem sendur var 23. júní s.l. var óskað eftir:
   
·         Framboði til formanns
·         Framboðum til stjórnar
·         Framboðum í ritnefnd
·         Framboðum í sýninganefnd
·         Framboðum í fræðslunefnd
·         Framboðum í ferðanefnd
·         Framboðum í kaffinefnd

Uppstillingarnefnd er enn að störfum og mun upplýsa um niðurstöður á fundinum. Við hvetjum félaga til að fjölmenna á fundinn!

Kær kveðja,
Stjórnin