Hvað er að gerast?

Ágæti félagi.
 
Fréttablaðið okkar er í vinnslu þessa dagana. Til að gera gott fréttablað þarf fréttir af félaginu, félagsmönnum og því sem þeir eru að gera. Við höfum öll gaman af því að vita hvað aðrir eru að gera og hafa séð eða uppgötvað skemmtilegt.

Mig langar til að hvetja þig til þess að senda okkur línu. Það má vera hugmynd að efni, grein, myndir af því sem þú hefur gert á árinu, sagt frá sýningum, áhugaverðum vörum, áhugaverðum stöðum eða bara hugleiðing um bútasaumslífið.
 
Við hlökkum til að heyra frá ykkur hið fyrsta svo hægt sé að gefa út gott fréttablað. 
 
Póstfangið er: viggastefans@gmail.com
 
Ritnefndin