Saumafundur á Sléttunni

Saumafundur – allir að sauma

Við ætlum að hittast og sauma saman laugardaginn 21. janúar næstkomandi. Húsið opnar kl. 10:00 og við verðum með opið til kl. 16:00.
Sléttan er staðsett að Sléttuvegi á milli innganga á 21 og 23. 
Munið eftir að taka með framlengingarsnúrur!

Það verður boðið upp á kaffi og vatn en þátttakendur þurfa að hafa með sér nesti í hádegisverð og millibita. Verð kr. 1000 sem gengur upp í salarleigu.

Sýnikennsla:
Pappírssaumur. Sýnd verða handtökin við pappírssaum og verða í boði 2 blokkir til að sauma á pappír.
Við hvetum alla sem vettlingi geta valdið að koma og sauma með okkur og sýna okkur hvað er undir nálinni.