Brjóstapúðar

Á síðasta fundi, þann 27. september 2017, var kynnt hugmynd um brjóstapúða. Hér að neðan eru slóðir í nokkur snið og hugmyndir. Búið er að panta nafnaborða fyrir félagið og takmarkið er að gefa rúmlega 200 púða á ári, þ.e. einn púða til hverrar konu sem greinist með brjóstakrabbamein.

https://www.youtube.com/watch?v=Z072j-_S1d4

file:///C:/Users/vigdisst/Downloads/Hands%20on%20Heart%20Pillow%20Pattern.pdf

http://www.emblibrary.com/EL/ELProjects/Projects.aspx?productid=pr1572


Félagsfundir – haustið 2017

Í vetur verða félagsfundir haldnir í Bústaðakirku daganna 27 september, 25  október og 29 nóvember kl. 19.30.


Félagsfundur 27. september kl. 19.30 í Bústaðarkirkju

Fyrsti fundur félagsins verður haldinn í Bústaðarkirkju (gengið inn frá Bústaðarvegi þar sem bókasafnið var áður) klukkan 19.30.

 • Borghildur Ingvarsdóttir verður með erind sem hún nefnir, Kúvending í hennar lífi.
 • Kaffihlé.
 • Birmingham í máli og myndum.
 • Happadrætti.
 • Sýnt og sagt frá, sumarverkin.
 • Önnur mál.

Hlökkum til að sjá ykkur öll.   Stjórin.


Sexkantar og smámunir

Íslenska bútasaumsfélagið heldur sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur 25 til 28 maí 2017.   Opið verður frá kl. 10 til 20 alla sýningardaganna.

Á sýningunni verða sýnd hand- og vélsaumuð bútasaumsverk þar sem sexkantar verða í aðalhlutverki.   Auk fjölmargra smámuna þar sem hugmyndaauðgi ræður ríkum.

Samhliða sýningunni efnir félagið til hlutaveltu með ýmiskonar bútasaumstengdum vinningum og eru sýningargestir hvattir til að styrkja félagið með þátttöku sinni.

Félagsmenn eru vinsamlegast beðnir um að prenta meðfylgjandi auglýsingu til að hengja upp á opinberum vettvangi.


Vorferð Íslenska bútasaumsfélagins

Fyrirhuguð er vorferð á vegum félagasins þann 29 apríl næstkomandi.   Farið verður á Reykjanesið sunnanvert og áætlað að skoða Gunnuhver, Reykjanesvita, nokkra staði í Grindavík og eitthvað fleira.  Lagt af stað kl 9.30 frá Safnaðarheimili Grensáskirkju.   Heimkoma seinnipartinn.  Verð er 7.000 kr., innfalið rúta, hádegisverður og kaffi. Þátttökugjald má greiða inn á reikning félagsins 0537-26-503980 kennitala 541200-2980.  Þátttaka tilkynnist í netfangið os3 hjá símnet.is.


Námskeið 25 mars 2017

Íslenska bútasaumsfélagið stendur fyrir námskeiðum aðalfundardegi,   frá klukkan 10:00 til 16:00.  Námskeiðin eru öllum opin bæði félagsmönnum og öðrum sem langar að kynnast bútasaumi. Kostar 2.000 kr.  Þátttaka tilkynnist fyrir 17. mars á netfangið fingurbjorg hja gmail.com.

Húsið opnar klukkan 9:30. Allir sem ætla að taka þátt í námskeiði þurfa að koma með saumavél og efni. A.m.k. 8 mismunandi liti. Þeir sem vilja mega taka allt með.  Hádegishlé verður ca frá kl 12.00 til 13.00

Námskeið I. Beiting verkfæra í bútasaumi svo sem, mottu, hníf og stikum.  Á námskeiðinu læra menn að skera efni og sauma einfalda blokk. Gert er ráð fyrir að þátttakendur saumi eitt stykki.

Námskeið II. Tösku og körfusaumur. Til þess þarf fánasnúru eða snæri 5mm svert og ræmur eða afgangsefni, fallegast er að nota batikefni.

Námskeið III. Kennt verður töskusaumur úr kaffipokum og öðrum sterkum plastumbúðum. Endurnýting.

Námskeið IV: Sauma allt í einu topp, vatt og bak, og nota til þess afganga sem skornir eru í ræmur. Einnig þarf að vera eitt heilt efni ca 5 tommur á breidd, og vatt.


Aðalfundur Íslenska bútasaumsfélagsins

Aðalfundur Íslenska bútasaulmsfélagsins verður haldin laugardaginn 25 mars 2017 kl. 13.30.  Fundurinn verður haldin í Safnaðarheimili Grensás Kirkju Háaleitisbraut 68 Reykjavík.  Dagskrá aðalfundar er samkvæmt lögum félagsins:

 1. Setning fundar, kosning fundastjóra og fundarritara.
 2. Skýrsla stjórnar um störf á liðnu ári.
 3. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.
 4. Tillaga um árgjald.
 5. Skýrslur nefnda.
 6. Lagabreytingar, enda hafi þær borist fyrir boðun aðalfundar.
 7. Kosning formanns.
 8. Kosning meðstjórnenda.
 9. Kosning varamanna.
 10. Kosning tveggja skoðunarmanna.
 11. Kosning í nefndir.
 12. Önnur mál.
 13. Fundi slitið.

Félagsfundur 15 febrúar 2017 kl 19.30.

Verður haldin í safnaðarheimili Grensáskirkju.

 • Hjörtur Þorbjörnsson, forstöðumaður Grasagarðsins í Reykjavík flytur erindi sem hann kallar, Árstíðir, litir og form.
 • Guðfinna Helgadóttir í Virku kemur og segir frá.
 • Sagt frá Vorferð 29 apríl næstkomandi.
 • Sýnt og samt frá, m.a. töskur og körfur sem saumaðar voru á saumadeginum 28 janúar síðastlinn.

Athugið að þetta er seinasti fundurinn á þessu starfsári, næst er aðalfundur 25 mars.   Mætum hress og tökum með okkur gesti.

Stjórnin.


Samsýning Evrópskra bútasaumsfélaga 2017

Að venju tekur Íslenksa bútasaumsfélagið þátt í samsýningu EQA í Birmingham í ágúst en þemað að þessu sinni er Ohio stjarnan.  Öllum félagsmönnum er heimilt að taka þátt og því bitum við reglur og þátttöku eyðublað.


Fréttir af félagsstarfi

Birtum hér bréf frá formanni félagsins til félagsmanna.