Jólasýning Íslenska bútasaumsfélagsins

Íslenska bútasaumsfélagið heldur sýningu í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju, dagana 3.- 5 nóvember 2023. Sýningin er opin 14.00 til 17:00 á föstudeginum og 12:00 til 17:00 laugardag og sunnudag. Boðið verður upp á sýnikennslu í bútasaum og sölubásar verða á staðnum. Fjölbreytt úrval verka verður á sýningunni og einhver verk verða til sölu.

Aðgangur er ókeypis.