Hvað er framundan?

Saumafundur!

Síðasta sunnudag núna í mars (26. mars) ætlum við að vera með saumadag. Fundurinn verður haldinn að Sléttunni, Sléttuvegi 21-23 og opið er á milli 10:00 og 16:00. Nánar auglýst síðar en takið daginn frá!

Saumahelgi og aðalfundur í apríl!

Varúð! Langur póstur vinsamlegast lesa alveg til enda takk!!!

Við erum búin að taka frá gistingu og aðstöðu á Hótel Glym fyrir saumahelgi og aðalfund í apríl. Nú ríður á að panta snemma því ekki verður möglegt að panta herbergin á tilboðsverðinu eftir 20. mars. Panta því snemma!  

Dagskrá saumahelgar:

Fimmtudaginn 20. apríl ætlum við að byrja en það er sumardagurinn fyrsti (Eða saumadagurinn fyrsti?) Mæta má á Glym upp úr hádegi og setja upp saumavél og koma sér fyrir. 

Föstudagur 21. apríl kl. 13:00 – Við bjóðum öllum þátttakendum á saumahelgi upp á 2-3 tíma námskeið um meðferð lita með Helgu Jóhannesdóttur en hún fór yfir litanotkun á hlaupum á félagsfundi í febrúar. Allir útbúa sér vinnumöppu þar sem skissaðar verða upp litaæfingar. Nánari námskeiðslýsing verður send á þátttakendur ásamt upplýsingum um hvað nauðsynlegt er að hafa með sér. 

Laugardagur 22. apríl:  kl. 17:00 – Aðalfundur Íslenska bútasaumafélagsins. Þar til aðalfundur hefst munum við nýta daginn við saumaskap, samveru og að njóta fallegar náttúru Hvalfjarðar.

Verð fyrir gistingu og fæði

Panta þarf fyrir 20. mars!  Já! 20. mars!  (Sem er í þessum mánuði!). Pantanir berist á asdis.finnsdottir@gmail.com – koma þarf fram hvaða stærð af herbergi er pöntuð og nöfn allra gesta!  

Einbýli – eins manns herbergi i 3 nætur með fæði
Hádegismat x3
Hressingu x2
Kvöldmat x2
Samtals kr. 70.100.- á mann

Tveggja manna herbergi í 3 nætur með fæði
Hádegismat x3
Hressingu x2
Kvöldmat x2
Samtals kr. 52.900.- á mann

Þriggja manna herbergi i 3 nætur með fæði
Hádegismat x3
Hressingu x2
Kvöldmat x2
Samtsls kr. 51.766.- á mann.

Verð fyrir stakar nætur með morgunverði og verð fyrir stakar máltiðir / hressingar:
Nóttin i 1manns herbergi gerir 16.700
2ja manna herbergi gerir 10.700
3ja manna herbergi gerir 10500
Morgunmatur innifalinn i verðinu a gistingu.
Hressing 1800
Hádegismatur 2900
Kvöldmatur 3900

Margar hendur vinna létt verk!

Óskað er eftir framboðum í embætti og nefndir félagsins og er þess vænst að félagar sjái sér fært að leggja til smá vinnu til félagsins til að aðstoða við þau verkefni sem fyrir liggja. Áhugasamir félagar vinsamlegast senda línu á formadur@butasaumur.is eða hringja í síma 696 2555 (Guðrún).


Kaffinefnd:  Óskað er eftir nokkrum aðilum til að sjá um kaffiveitingar á vetrarfundum félagins. Hér er um að ræða léttar veitingar á ca. 6-7 fundum árlega.


Sýningarnefnd:  Sú sýningarnefnd sem nú starfar mun ljúka störfum eftir haustsýningu félagsins.  Óskað er eftir framboðum í nefndina og felst starfið í að undirbúa næstu sýningu félagsins sem mögulega verður eftir 2 ár en félagið hefur reynt að sýna annað hvert ár.


Ritnefnd:  Óskað er eftir aðstoð við ritun blaðsins.  Sömu manneskjur hafa borið hitann og þungann af því að rita greinar í blaðið síðustu ár og óskað er eftir fleirum til að skrifa og velta upp hugmyndum um greinar í blaðið.  Ritstjóri blaðsins er Vigdís Stefansdóttir.


Fræðslunefnd:  Fræðslunefnd sér um að finna aðila til að kenna og undirbúa námskeið fyrir félagið, hvort sem um er að ræða staðarnámskeið eða á netinu.   Þá mun nefndin einnig koma að hugmyndabanka um sýnikennslur á saumadögum og/eða á fundum félagsins.


Ferðanefnd:  Sú ferðanefnd sem nú starfar lætur af störfum eftir Amish ferðina.  Hugur er í stjórn að setja ferðir reglulegar á dagskrá og óskað er eftir framboðum í nefnd sem mun fara i hugmyndavinnu og útfærslu á ferðum fyrir félagsmenn.


EQA:  Sigrún Sveinbjörnsdóttir, stjórnarmaður, sér um öll samskipti og kemur fram fyrir Íslands hönd hjá Evrópsku bútasaumsamtökunum.  Sigrún hefur samþykkt að halda því starfi áfram í bili.


Stjórnarkjör:
Í stjórn félagsins sitja formaður, 4 aðalfulltrúar og 2 varamenn. Kosið er til 2ja aðalfulltrúa, varamanns og formanns annað hvert ár og 2ja aðalfulltrúa og varamanns hitt árið. Í vor er á enda kjörtímabil formanns, ritara, meðstjórnanda (varaformanns) og eins varamanns.  Sumar af núverandi stjórnarmönnum hafa hug á að starfa áfram hljóti þær kosningu en engu að síður er óskað eftir framboðum þar sem einhverjr óska eftir því að láta gott heita. Þá er kallað eftir framboðum í hlutverk skoðunarmanna reikninga félagsins. Formaður félagsins hefur haft lítinn tíma til að sinna málefnum félagsins í vetur vegna anna í vinnu og einkalífi og sér ekki fram á breytingar þar. Því óskar hún eftir að stíga til hliðar sem formaður og óskað er eftir framboðum til formanns.

Aðalfundarboð:

Aðalfundur Íslenska bútasaumsfélagsins verður haldinn að Hótel Glym í Hvalfjarðarsveit þann 22. apríl 2023 og hefst kl. 17:00

 1. Fundarsetning, kosning fundarstjóra og fundarritara.
 2. Skýrsla stjórnar um störf á liðnu ári
 3. Endurskoðaðari reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar.
 4. Tillaga um árgjald
 5. Skýrslur nefnda
 6. Lagabreytingar, enda hafi þær borist stjórn fyrir boðun aðalfundar.
 7. Kosning formanns
 8. Kosning meðstjórnenda
 9. Kosning varamanns
 10. Kosning tveggja skoðunarmanna
 11. Kosning í nefndir
 12. Önnur mál
 13. Lestur fundargerðar síðasta aðalfundar lesin upp
 14. Fundi slitið