Félagsfundur miðvikudaginn 22. febrúar

Félagsfundur verður haldinn miðvikudaginn 22. febrúar kl. 19:30 í salnum Sléttunni að Sléttuvegi 21-23, Reykjavík.

Á fundinum mun Helga Jóhannesdóttir, fata- og textilhönnuður, fræða félagsmenn um litafræði og hvernig hægt er að leika sér með liti í bútasaumnum. Helga er fyrrum framhaldsskólakennari og lærði fata- og textilhönnun ásamt kennslufræði í Danmörku. Hún hefur unnið sem fatahönnuður í ullariðnaðinum og við Textíldeild Fjölbrautaskóla Suðurlands s.l. 30 ár ásamt því að vera með námskeiðshald m.a. í bútasaum fyrir Farskóla Suðurlands. Út frá því spratt upp áhugamannafélagið Bútalist sem starfar á Selfossi.  Helga hefur mjög gaman að litafræði og hvernig hægt er útfæra litasamsetningar.

Félagsmenn eru hvattir til að koma með ný og eldri teppi til að sýna.

Sjáumst á öskudaginn, kær kveðja, stjórnin.

Verð kr. 1.000.-