Félagsfundur miðvikudaginn 26. október

Kæru félagar – miðvikudaginn 26. október kl. 19:30 verður félagsfundur hjá Íslenska bútasaumsfélaginu. Fundurinn er haldinn í salnum Sléttunni að Sléttuvegi 21-23.

Það verður létt kynning á þeirri starfssemi sem fram fer í EQA, Evrópsku bútasaumssamtökunum ásamt þvi að smá sýnikennsla verður í kortagerð með afgöngum af efnum. Tilvalið til að útbúa falleg kort fyrir öll tækifæri!

Við hvetjum alla félagsmenn til að fjölmenna. Kaffiveitingar að venju og happadrættið verður á staðnum! Koma endilega með ný og eldri teppi til að sýna og fyrir aðra að njóta.

Nýir félagar eru velkomnir á fundinn!

Stjórnin.