Kæra félagsfólk.
Það verður fundur í Sléttunni á Sléttuvegi 21-23, á morgun, þann 25. október nk. Fundur hefst kl. 19:30 og kostar 1.000 krónur inn.
Kristín Erlendsdóttir ætlar að sýna skurð á blokkum. Þið eruð hvattar til að koma með saumaðar blokkir og áhöld til að prófa og læra þessa aðferð á eigin blokkum.
Það eru 4 blokkir sem þarf að koma með ef vill, stiku, mottu og skurðarhníf.
Stærð á bútum 5” x 5” miðja, og kantar 2 ½” ósaumað mál.
Koma með blokkirnar saumaðar og pressaðar.
Ásdís verður með myndasýningu frá sýningunni í Frakklandi og segir frá ferðinni.
Það væri frábært að koma með sinn bolla fyrir kaffið.
Við minnum á að vera ekki með ilmefni á sér vegna óþols!
Kveðja Stjórnin.