Saumadagur 7. desember 2024
Við viljum minna félagsmenn á saumadaginn n.k. laugardag, 7. desember. Hann verður haldinn í salnum, Sléttuvegi 23, kl. 10:00 – 16:00.
Velkomin á heimasíðu Íslenska bútasaumsfélagsins (Íb) sem er fyrir áhugafólk um bútasaum. Íb fundar einu sinni í mánuði yfir vetrartímann þar sem boðið er upp á fjölbreytta dagskrá og fræðslu. Á fundunum sýna félagar líka verk sín og segja frá. Íb er með saumadag í janúar, þar sem m.a. er boðið upp á kennslu í ýmsum aðferðum er tengjast bútasaumnum eða hver og ein saumar sitt. Þá stendur félagið fyrir samkeppnum sem eru eingöngu fyrir félagsmenn og sýningum þar sem félagsmenn sýna verk sín. Aðalfundur er haldin ár hvert að vori og annað hvert ár höfum við reynt að fara út fyrir höfuðborgarsvæðið til að halda aðalfundinn og hitta fleiri félagsmenn.
Íb gefur út vandað fréttablað einu sinni á ári sem sent er á skuldlausa félagsmenn.
Íb er meðlimur í EQA (European Quilt Association) http://www.e-q-a.eu/ásamt 18 öðrum löndum innan Evrópu. EQA stendur árlega fyrir stórri bútasaumssýningu í Birmingham sem mörg okkar hafa sótt eða kannast við. Öll aðildarlöndin eiga að taka þátt í starfi EQA og hefur Ísland sent verk á sýningar sambandsins. Þessi verk fara á milli aðildarlandanna þar sem þau eru sýnd.
Við hvetjum lesendur þessarar síðu til að gerast félagar í Íslenska bútasaumsfélaginu. Árgjaldið er aðeins 4.500kr.
Einnig þætti okkur gaman að fá myndir og efni frá félagsmönnum til að setja hér inn á síðuna , sendist á formadur@butasaumur.is
Boðið verður 4 spennandi námskeið í vetur. Tæknin verður nýtt m.a til að taka þátt og einnig verður hefðbundið námskeið á staðnum.
Vonum við að þessi nýjung mælist vel fyrir.
Miðvikudaginn 29. september kl 19:30 í sal Garðyrkjufélagsins.
Efni fundar
Fattarabítti – komdu með fattarana sem þú vilt skipta og mátt koma með eins marga fattara og þig lystir. Fattari er 45x55cm. Góð leið til að eignast ný efni í safnið.
Félagsmenn eru hvattir til að koma með covid verkefnin og sýna.
Kaffiveitingar og góða skapið. Munið að taka bolla með ykkur.
Happdrættið á sínum stað.
Aðgangur 1.000,-
Við viljum minna félagsmenn á saumadaginn n.k. laugardag, 7. desember. Hann verður haldinn í salnum, Sléttuvegi 23, kl. 10:00 – 16:00.
Jólafundurinn okkar hefst kl. 20:00 í salnum á Sléttuvegi 21 – 23, Reykjavík. Húsið opnar kl.19:30. Á dagskrá fundarins er kynning
Við í félaginu tökum þátt í fjölmörgum verkefnum og samkeppnum, jafnt innanlands sem utan. https://butasaumur.is/syningar/
Félagið heldur hinar ýmsar samkeppnir fyrir félagsmenn, svo sem samkeppni fyrir jólafundinn, sem er árviss viðburður og eru glæsilegir vinningar í boði. Einnig eru verkefni á vegum EQA og hafa félagsmenn verið duglegir að taka þátt. Verkin hafa farið m.a á hina þekktu bútasaumssýningu í Birmingham í Englandi ár hvert. Við hvetjum félagsmenn að taka þátt og vera stolt af verkefnum sínum. Sýningar á vegum félagsins hafa verið nokkrar í gegnum tíðina og sú síðasta var haustið 2020 í tilefni 20 ára afmælis féla
Íslenska bútasaumsfélagið er meðlimur í alþóðasamtökum bútasaumsfélaga.
Hetjuteppi er eitt af elstu verkefnum félagsins og gengur út á að sauma teppi og gefin til ungra hetja sem eiga við veikindi að stríða
Meðal annar verkefna er m.a að gera töskur fyrir heimilislausar konur.
Sýningar og samkeppni innanlands
Lorem ipsum dolor sit amet, consectetur adipiscing elit