Námskeið á vegum Íslenska bútasaumsfélagsins starfsárið 2021 – 2022

Félagið ætlar að bjóða upp á nokkur spennandi námskeið í vetur.

Fyrst ríður á vaðið Sunna Reyr Sigjurjónsdóttir 

Vélstunga með þinni eigin vél, fyrir byrjendur og aðeins lengra komna.

FULL BÓKAÐ, BIÐLISTI

9.október 2021 frá kl 10-16.

Verð: 10.000,- fyrir félagsmenn en 14.000,-fyrir aðra.

Hámars fjöldi 12manns. Þáttakendur þurfa að mæta með saumavél. Skráning á formadur@butasaumur.is https://butasaumur.is/hafa-samband/fyrir lok September

Í Október og Nóvember nk ætlum við að bjóða upp á námskeið á Zoom. Þáttakendur munu hittast á netinu og vinna saman að verkefi sem í boði verður, með enskumælandi kennara.Þú þarft að notast við Zoom samskiptaforritið til að taka þátt og geta verið með  tölvuna/spjaldtölvuna  nærri vinnustöð þinni. 

Hægt er að læra á Zoom og sjá hvernig það virkar á youtube eða gúggla það. Við munum vera með aðstoðarmanneskju sem hjálpar þátttakendum að tengjast og stilla forritið áður en námskeiðið byrjar en lágmars kunnátta við tölvu og tækni er nauðsynleg ásamt þokkalegu netsambandi. 

Hér gefst gott tækifæri fyrir bæði félagsmenn af lansbyggðinni sem og höfuðborgarsvæðinu að taka þátt í viðburði á vegum félagsins.

 

https://davidowenhastings.com/

Kennari verður David Owen Hasting en hann skilgreinir sig sem listamann, hönnuð og bútasaumara.

https://davidowenhastings.com/

Fyrra námskeiðið, sunnudaginn 17.Október 13-16( 3 klst) lærum við að hanna og sauma spennandi smáverk sem eru tilvalin sem glasamottur eða listaverk eins og sá má af meðfylgjandi mynd hér að ofan. Námskeiðið heitir “Mini-Mid_Mod”. Það er tilvalið fyrir byrjendur jafnt sem lengra komna. Þetta fyrsta zoom námskeið félagsins er góð leið til að undirbúa sig fyrir næsta námskeið með David.

Verð 4.000,- kr  fyrir félagsmenn en 8.000,- fyrir utanfélagsmenn.

Hámarksfjöldi Þátttakenda á námskeiðið er 30 manns.

Síðara námskeiðið 13.Nóvember  frá kl 13-19 ( 6 klukkustundir) Hér lærum við að hanna skemmtileg verk út frá ljósmynd af byggingalist, þá er unnið frá grunni út frá ljósmynd og yfir í fullhannað bútasaumsverk.

Verð 6.000,- kr fyrir félagsmenn en 12.000,- kr fyrir utanfélagsmenn.

Hámarksfjöldi þátttakenda á námskeiðið er 24 manns.

Námskeiðið er á ensku og því gott að geta skilið ensku en til aðstoðar verður einnig aðili á vegum ÍB sem getur hjálpað með erfiðari þýðingar og/eða með spurningar.

Tilkynna skal  þátttöku í   pósti  á netfangi  formadur@butasaumur.is https://butasaumur.is/hafa-samband/ fyrir lok september. 

April 2022

Í apríl 2022, í tengslum við saumahelgi og aðalfund, er ætlunin að bjóða upp á 3 daga námskeið fyrir áhugasama um myndbyggingu með efnum ( collage quilting). Randa Mulford sem okkur mörgum er að góðu kunn mun koma til landsins og kenna á námskeiðinu.

Margir muna eftir henni frá sýningu  í Listasal Mosfellsbæjar sumarið 2019 en hún hélt  þar margrómaða sýningu á verkum sínum.

Ákveðin mótív verða tekin fyrir og unnin á þessu námskeiði og mun Randa leiða okkur í allan sannleikann á því hvernig svona falleg verk verða til.

Hámarks fjöldi þátttakenda á námskeiðið er 15 manns, áætlað verð á þessu 3ja daga námskeiði er 25.000,- kr á félagsmann, ef ekki verður næg þátttaka félagsmanna verður utanfélagsmönnum boðin þátttaka í námskeiðinu.

Nánari upplýsingar um öll námskeiðin verða svo sendar á þátttakendur ásamt með efnislistum, dagsetningum, tímasetningum, greiðslutilhögun og öðru sem máli skiptir. Takist vel til og nægur áhugi verður á að taka þátt í námskeiðum vetrarins munum við skoða að bjóða upp á fleiri og fjölbreyttari námskeið í framhaldinu.

Við vonumst svo sannalega til að kóvitinn láti okkur í friði og geri okkur kleift að koma saman og hittas til námskeiðshalds með þeim Sunnu Reyr og Röndu en auðvita verðum við að setja fyrirvara á námskeiðinu um að hægt sé að koma saman og að Randa komist klakklaust til landsins í apríl n.k  Sjái kóvitinn samt ekki að sér verður skoðað að bjóða upp á fleiri Zoom námskeið. 

Allar frekari upplýsingar veitir Guðrún  á netfanginu formadur@butasaumur.is

https://butasaumur.is/hafa-samband/

Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir formaður.