Færum saumadaginn heim í hús!
Saumum saman heima, laugardaginn 22. janúar.
Kæru félagar
Það hefur örugglega ekki farið framhjá neinum að við erum ennþá að glíma við samkomutakmarkanir og verðum við því að aflýsa saumafundi laugardaginn 22. janúar.
Við hinsvegar hvetjum alla félaga ÍB til saumadags og leggjum til að allir saumi heima og taki þátt í samsaumi á góðgerðarverkefnum með okkur hinum. Við verðum með viðveru á fésbókarsíðu Íslenska bútasaumafélagsins á milli klukkan 10:00 og 16:00 laugardaginn 22. janúar og vil ég hvetja ykkur kæru félagsmenn að vera með og setja inn myndir frá saumadeginum heima, segja halló og fylgjast með hvað aðrir eru að bauka. Hlekkur á fésbókarsíðuna er hér neðst í póstinum!
Hvað ætlum við að sauma:
Hetjuteppi
Drenpoka og hjartapúða
Tuttlur
Töskur
Upplýsingar um Tuttlur er að finna í fréttabréfi ÍB frá því í haust og er þar einnig grein um hvað félagsmenn sauma í góðgerðarskyni.