EUROPEAN QUILT ASSOCIATION / EQA áskorun 2023
Flower Power / Máttur blómanna
Tilgangur EQA er að kynna bútasaum í Evrópu, milli landa, þvert á landamæri, tungumál og hefðir.
Þessi áskorun opnar okkur leið til að tala saman með bútasaum og list okkar, hvert við annað, í gegnum fésbókina eða aðra miðla.
Það kannast allir við tímabilið sem kallað var “Flower Power” á sjötta áratugnum. Sú áskorun sem nú er blásið til á að snúast um svo margt annað og stærra. Hér er kallað eftir hugmyndum þínum um það hvað blóm gefa þér og hvar þín túlkun liggur, t.d. í tilfinningu, frið, sýna samhug eða hvað annað sem þér dettur í hug við að hugsa um “Mátt blómanna”.
Við hlökkum mikið til að sjá fjölbreytileikann í túlkunum á sýningunni í Birmingham 2023.
Reglur
1. Þátttöku skal tilkynna til Íslenska bútasaumsfélagsins fyrir 31. Janúar 2023 með útfylltu eyðublaði sem sendist á formadur@butasaumur.is. Verki þarf að vera lokið fyrir 31. maí 2023.
2. Verkið skal vera kringlótt og stærðin á að vera 25 – 40 cm í þvermál.
3. Framhlið og bak: EKKI skal vera með vasa aftaná fyrir upphengi. Merkja skal verkið að aftan með með nafni listamanns, nafni verks og landi
4. Binding skal vera í samræmi við stíl verksins og passa uppá að fara ekki yfir 40 cm ummál með bindingu.
5. Hverskonar tækni og stíll er leyfður. Þó skal bent á að hafa ekki þunga hluti í verkinu sem þyngja að óþörfu eða að það sé sérstaklega viðkvæmt fyrir skemmdum. Verkið mun ferðast á milli landa í Evrópu og verður sýnt og á mörgum stöðum.
6. Öll verkin sem berast verða sýnd á Festival of Quilts í Brimingham 3.-6. ágúst 2023.
7. Allir félagar í Íslenska bútasaumsfélaginu geta tekið þátt og er þátttaka gjaldfrjáls. Verkin verða ekki til sölu.
8. Ekki má birta endanlega mynd af verkinu á samfélagsmiðlum fyrir sýninguna í Birmingham. Leyfilegt verður að birta sýnishorn af verkinu og hugmyndavinnunni á lokaðri fesbókarsíðu sem allir þátttakendur í samkeppninni fá aðgang að við skráningu. EQA hefur leyfi til að nota mynd af verkinu í auglýsingaskyni.
9. Fólk af öllum getustigum er velkomið í að taka þátt, hvort sem um er að ræða nýgræðinga í bútasaum eða reynslubolta. Viðurkenningin sem færst með þátttökunni er reynslan við að sýna verks sín og einnig kynnast öðrum Evrópskum bútasaumurum sem þátt taka.