Góðan dag kæru félagar.
Ég heiti Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir og er nýr formaður Íslenska bútasaumsfélagsins. Á aðalfundi þann 17. apríl var ég kosin formaður en Margrét Óskarsdóttir gaf ekki kost á sér til áframhaldandi setu. Ásamt mér voru kosnar í stjórn félagins þær Kristín Erlendsdóttir, Hugrún Björk Hafliðadóttir, Ásdís Finnsdóttir og Sigrún Sveinbjörnsdóttir. Í varastjórn eru Svala Stefánsdóttir og Sunna Reyr Sigurjónsdóttir.
Ég hlakka til að starfa með stjórninni, ykkur og félaginu næsta ár og vil endilega biðja ykkur um að senda á mig póst ef það eru einhverjar fyrirspurnir, hugmyndir að vetrarstarfi eða annað sem þið viljið koma á framfæri á formadur@butasaumur.is
Ég féll fyrir bútasaumi líklega árið 1985 og hef verið meira og minna að sauma síðan, ég er ekkert óskaplega afkastamikil en eftir mig liggur þó glettilega mikið af teppum og allrahanda verkum eins og gengur og gerist. Ég hef þó alltaf verið mikið í handavinnu og saumað mikið og er enn. Áhuginn á handverki er hluti af mér eins og okkur flestum!
Ég var óvirkur félagi í Íslenska bútasaumsfélaginu nærri frá upphafi en fór ekki að sækja fundi og viðburði á vegum félagsins fyrr en fyrir nokkrum árum.
Set hér með mynd af teppinu mínu “Fljúgðu” sem hefur verið sýnt á vegum Íslenska bútasaumsfélagsins í Kanada og svo hér heima þegar “ferðaverkin” voru sýnd.
Takk fyrir traus