Skemmtileg samkeppni á netinu á vegum EQ

EQA keppni
 

EUROPEAN QUILT ASSOCIATION

 

EQA rafræn áskorun 2021

 

“Skipti á myndum”

 

Tilgangur EQA er að styðja við bútasaum, efla menningu og draga úr tungamálaörðugleikum þvert á landamæri.

Þetta verkefni á að hvetja þátttakendur innan EQA til að hafa samband og vinna saman að ákveðnu verkefni.

 

REGLUR

 

 1. Skráðu þátttöku þína með því að senda fulltrúa EQA hér á landi meðfylgjandi þátttökublað ásamt ljósmynd af því sem þú vilt túlka í verkinu, annaðhvort með tölvupósti eða í venjulegum pósti. Þetta þarf að gerast fyrir 31. desember 2020. Netfangið er: formadur@fingurbjorg.is

 

 1. Þú færð samstarfsaðila frá einhverju landi í Evrópu innan EQA. Myndin þín verður rifin í tvennt og vinstri helmingurinn verður sendur til samstarfsaðilans. Þú munt einnig fá vinstri helming myndar einhvers annars aðila sendan til þín eigi síðar en 31. janúar 2021.

 

 1. Þú átt að búa til tvö lítil verk, stærð hvors verks er 20×40 cm (annað verkið er túlkun þín á hægri helmingi þinnar eigin myndar og hinn helmingurinn er túlkun þín á vinstri helmingi samsstarfsaðilans).

 

 1. Útlit: Portrait 
 2. Einfalt
 3. Binding:  Frjáls en á að passa við verkið og fylgja þarf uppgefinni stærð (20×40). (Má ekki vera stærri).   

                                                                                                                                                                    

 1. Nota má hvaða aðferð sem er, en verkið verður að vera í þremur lögum, þ.e. framhlið, vatt og bak.

 

 1. Ljósmynd af tilbúnum verkum skal senda til fulltrúa EQA á Íslandi, annaðhvort með tölvupósti eða í pósti eigi síðar en 30. júní 2021. Vinsamlega skrifið ca. 20 orða lýsingu (á ensku) á verkinu og reynsluna af þessu verkefni.

 

 1. Öll verk sem skila sér verða birt á Facebooksíðu EQA og munu verða þar það sem eftir lifir árs 2021. Öll verk sem hafa verið unnin (pöruð) saman verða birt saman á síðunni ásamt ljósmyndum og lýsingu höfundar á

 

 1. Allir félagar í Íslenska bútasaumsfélaginu mega taka þátt og það er ekkert þátttökugjald. Verkin eru ekki til sölu. (Verkin eru ekki dæmd).

 

 1. Vinsamlega ekki sýna neinar myndir af verkunum á opinberum miðlum fyrr en þær hafa verið birtar á Facebooksíðu EQA. Myndir af verkunum kunna að verða notaðar af EQA til kynningar.

 

 1. Með því að taka þátt í þessu verkefni gerir þú þér grein fyrir að þátttakendur eru mismunandi og hafa mismikla reynslu af bútasaumi. Verðlaunin fyrir að taka þátt er reynslan af að tengjast við aðra bútasaumara í Evrópu.

 

 

 

 

EQA Rafræn áskorun 2021

 

“Skipti á myndum”

 

 

Þátttökublað

 

Nafn………………………………………………………….       Sími/GSM…………….

Heimilisfang……………………………………………….       Netfang……………….

                                                                                          

                                                                                          

 

Nafn verksins á íslensku: ………………………………………………………………

Nafn verksins á ensku: …………………………………………………………………

Mynd fylgir ☐

ÉG HEF LESIÐ REGLURNAR OG SAMÞYKKI ÞÆR.

 

Undirritun:…………………………………………….      DAGSETNING: …………

 

Vinsamlega sendið þátttökublað ásamt mynd af verkinu í síðasta lagi 31. desember til

Margrétar Óskarsdóttur, fulltrúa EQA á Íslandi. Netfang: formadur@butasaumur.is

 

 

 

 

 

 

Upphaflega hugmyndin. Myndir birtar með leyfi Lippetal-Quilter, Germany, and Gone to Pieces, Englandi.