Endurvinnsla

Endurvinnsla (Recycled Textiles) Eflaust muna margar eftir því að í fréttablaðinu okkar var auglýsing um þema ársins 2020 vegna European Quilt Association. Þemað var endurvinnsla. Sýningunni var svo frestað vegna COVID, en nú skal halda sýningu og verður hún að öllum líkindum á netinu. Ekki er útlit fyrir að hún verði haldin í Birmingham þetta árið þar sem ekki er búist við mörgum gestum utan Bretlands en það gæti líka breyst.
Við þurfum að senda út 8 (átta) verk í stærðinni breidd 40 cm og hæð 60 cm. Þessi verk þarf ég að vera búin að fá fyrir apríllok. Nánari upplýsingar má sjá í fréttablaðinu 2019. Ég hvet ykkur til að taka til í skúffunum og búa til listaverk úr einhverjum efnum sem þið mynduð etv henda.
Mörg þátttökulandanna eru búin eða langt komin með að skila inn verkum. Við megum ekki vera eftirbátar þeirra og það er gaman að sjá verk sem maður hefur gert á sýningum. Vinsamlega sendið mér tölvupóst á netfangið formadur@butasaumur.is um þátttöku.
Þessi þátttaka miðast við félagsmenn en ef einhverjir þarna úti vilja taka þátt er bara að gerast félagi í Íslenska bútaaumsfélaginu.
Kveðja, Margrét Óskarsdóttir, formaður