Drenpokarnir og hjartaðúðarnir eru gefnir á LSH á brjóstamóttökunni. Bestu púðarnir eru þeir sem eru hjartalaga og ekki flatir að neðan, og drenpokarnir eru mjög eftirsóttir eftir brjóstaðgerðir og gera mikið gagn. Hægt er að hafa pokann tvöfaldann. Hann verður veglegri þannig en það er ekki nauðsynlegt. Þessir pokar eru notaðir í nokkra daga og þær sem gangast undir skurð á báðaum brjóstum þurfa tvo. Snið er hægt að finna hér á síðunni. Málin eru einföld. Pokinn er saumaður úr ræmum 25x60sm,faldað að ofna og sett um 125-130sm langt axlaband. Í pokann þarf efnislengju sem er 25x30sm og fyrir axlabandið 10×130 sm af efni eða tílbúinn borða í þeirri lengd. Ef pokinn á að vera tvöfaldur, þarf að skera tvær lengjur. Brjótið inn af báðum endum og saumið niður. Hafið samband við einhverjar í stjórn til að vita hvert á að afhenda púða eða pokana.