29. júlí – 1. ágúst 2021 verður á ný haldin Bútasaumshátíð í Birmingham á vegum EQA. Sýningunni var aflýst á síðasta ári út af dálitlu sem flestir hafa heyrt eitthvað um en nú sjáum við vonandi fyrir endann á samkomutakmörkunum. Aukið sýningarými er í ár á sýningunni til dreifa betur gestum og reynt verður að halda fjarlægðarmörk í heiðri með því að bæta við heilum sal undir verkin sem sýnd verða. Gætt verður að sóttvörnum í hvívetna og líklega er ástæðulaust að minna á að vera fullbólusettur áður en land er lagt undir fót.

Hér má bóka miða og skoða hvaða námskeið verða í boði í ár. https://thefestivalofquilts.seetickets.com/?src=icelandicquiltsoc