Hlutverk Evrópsku bútasaums samtakanna er að kynna bútasaum þvert á landamæri, menningarmun og að yfirstíga höft ólíkra tungumála. Nú er EQA að fara inn á nýjar slóðir og hefur verið boðið sýningarpláss í Abilmente í Vicenza á Ítalíu, í febrúar 2025.
Þetta er dæmd sýning og efnistökin eru ‘Goðsögn’. Goðsagnir eru margskonar, áhugaverðar og oft sterkt tengdar menningu.
Nýttu kunnáttu þína og ímyndunarafl er varðar goðsagnir og skapaðu bútaverk sem tekur þátt í þessum nýja kafla í sögu EQA. Valin verða tvö verk frá hverju landi. Eigendur verkanna sem verða sýnd fá fría miða inn á sýningua og vegleg verðlaun verða fyrir ‘Best in Show’ verkið.
Hér fyrir neðan eru skráningarreglur og skráningarblað fyrir EQA áskorun 2024/2025 með yfirskriftina “GOÐSÖGN”. Sækja PDF skjal.