Aðalfundarboð

Aðalfundur Íslenska bútasaumsfélagsins verður haldinn laugardaginn 17. apríl 2021 á Hótel Selfoss, Selfossi og hefst hann kl. 17:00.

Við verðum með saumadag þessa helgi og geta þær sem vilja mætt á föstudegi og byrjað að sauma. Við bjóðum upp á sýnikennslu á ýmsu tengdu bútasaumi s.s. blómagerð, hvernig á að sauma boga, sauma kirkjuglugga, en fyrst og fremst erum við að hittast og sauma saman.

 

Hótel Selfoss er með sérstakt tilboð fyrir félagsmenn og kostar eins manns herbergi með morgunmat kr. 14.000 og tveggja manna herbergi kr. 8.000 pr. mann. Þessi verð miðast við eina nótt.

Aukanótt í eins manns herbergi með morgunverði er kr. 6.000 og aukanótt í tveggja manna herbergi með morgunverði er kr. 5.000 pr. mann.

Þriggja rétta kvöldverður frá 7.500, (sjávarréttasúpa, lambalæri og súkkulaðikaka með vanilluís, ber og mulningur).

Hádegisverður frá kr. 2.400.

Kaffipása 1 (kaffi og te á hlaðborði) kr. 500 per mann.

Kaffipása 2 (Skúffukaka, volg eplakaka og rjómi, kaffi, te) kr. 1500 pr. mann.

 

Áhugasamir hafi sjálfir samband við Hótel Selfoss í síma 480 2500 eða í netfang info@hotelselfoss.is  og nefni Íslenska bútasaumsfélagið.

 

Tilkynna þarf um mætingu. Búinn verður til viðburður á fésbókarsíðu félagsins þar sem hægt er að skrá þátttöku og einnig á netfangið fingurbjorg@gmail.com

 

Aðalfundarboð

Aðalfundur Íslenska bútasaumsfélagsins verður haldinn laugardaginn 17. apríl 2021 á Hótel Selfoss, Selfossi og hefst hann kl. 17:00.