Jólasamkeppni 2023

Reglur

  1. Þátttöku skal tilkynna til Íslenska bútasaumsfélagsins fyrir 1. október 2023 með útfylltu meðfylgjandi eyðublaði sem sendist á formadur@butasaumur.is. Verki þarf að skila fyrir 15. október 2023.
  2. Verkið skal vera annað hvort stærðin 45x45cm eða 45x70cm. Aðferð, efnisval og binding er frjálst (ef sett er).
  3. Stykkið skal vera í þremur lögum, framhlið, vatt og bak og skal að einhverju leyti vera stungið. Á bakhlið verksins skal vera 10 cm slíður, 1 cm frá efri brún og 1 cm frá hliðum.
  4. Með verkinu skal fylgja umslag með hugleiðingum listamannsins, heiti verksins og nafn listamannsins.

Hlutlausir dómarar munu vera í dómnefnd sem skoðar verkin og dæmir. Geta dómarar skoðað í umslögin að dómum loknum.

Þátttöku skal tilkynna til formadur@butasaumur.is fyrir 1. október 2023 og verkunum skal skila eigi síðar en 15. október 2023 og verður hulunni svift af vinningshöfum á jólasýningunni. Góð verðlaun í boði.

Félagsmenn er hvattir til þess að taka þátt.

Stjórnin

Smelltu hér til að sækja PDF skjal með þátttökuformi til að fylla út og skila.

Jólasamkeppni 2023 – þemað er Íslensku jólsveinarnir og þeirra fjölskylda.

Þátttökuform

Nafn: ……………………………………………………………………………………………………….

Sími: ………………………………………………………………………………………………………..

Heimilisfang: ……………………………………………………………………………………………

Netfang: ………………………………………………………………………………………………….

Nafn á verki: ……………………………………………………………………………………………

Ég hef lesið reglunar og samþykki þær.

Undirskrift:

……………………………………………………………………….………………………          

Dags: …………………………………

Senda skal þátttökutilkynninguna fyrir 1. október 2023 á formadur@butasaumur.is

Verki skal skila eigi síðar en 15. október til Ragnheiðar Björnsdóttur.