Jólafundur Íslenska bútasaumafélagsins verður haldinn þann 30. nóvember næstkomandi.
Nauðsynlegt er að skrá sig á fundinn og má gera það með því að senda póst á formadur@butasaumur.is
Í boði verður súpa og brauð, kaffi og konfekt, endilega hafa með sér jólagleði og hátíð í hjarta.
Athugið! Breyttur fundartími.
Fundur hefst kl. 19:00
Verð kr. 2.500.-
Félagar komið endilega með jólaverkin ykkar til að sýna á fundinum.
Jólapakkaleikur!
Þeir sem taka þátt í jólapakkaleik eru beðnir um að leggja dálítið á sig og velja fallega gjöf í pakkann. Gjöfin þarf að vera eitthvað handunnið eða eitthvað bútasaums- og jólatengt. Sé ekki kostur á að gefa heimaunna bútasaumstengda gjöf þá er lágmarksígildi gjafar 3.500 – 4.000 krónur og þarf að vera eitthvað bútasaumstengt! Vinsamlegast ekki setja kerti eða spil í pakka eða gömul efni úr skúffunni og láta gott heita. Ekki er skylda að taka þátt í jólapakkaleiknum, eingöngu þeir sem koma með gjöf fá gjöf á móti.
Staður og tími:
Fundurinn verður haldinn í salnum Sléttunni að Sléttuveginum. Fundarsalurinn er á milli innganga á Sléttuvegi 21 og 23. Fundur hefst kl. 19:00.