Sýningar og námskeið sem félagið tekur þátt í eða stendur fyrir.

Aðalfundur 12.september

Aðalfundur Íslenska bútasaumsfélagsins verður haldinn laugardaginn 12. september í tengslum við afmælissýningu félagsins en hún verður dagana 11. til 13. september. Sýningin verður haldin í Hásölum, safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju. Aðalfundurinn verður haldinn í Fjörukránni, sem er rétt  við Hásali og hefst hann kl. 16:00. Um kvöldið verður afmæliskvöldverður í Fjörukránni.  Barinn verður opinn strax eftir aðalfund og fram eftir kvöldi.

Í tengslum við sýninguna mun Jóhanna í Bóthildi verða með opið á laugardeginum mill kl. 10:00 til 14:00. Í Hafnarfirði eru nokkrar hannyrðaverslanir og munum við reyna að fá eigendur til þess að vera með opið á laugardeginum. Föndurlist er rétt hjá sýningarstað og er möguleiki að sú verslun verði opin á laugardeginum.

Verð á gistingu:

  • Tveggja manna herbergi kr. 13.000 nóttin
  • Eins manns herbergi kr. 11.000 nóttin
  • Morgunmatur er ekki innifalinn en möguleiki er á að panta hann sér og kostar hann þá kr. 1900. Ekki er víst að hann verði framreiddur nema ef fleiri en 20 panta morgunverð. Það er COVID sem hefur þessi áhrif. Stutt frá er Bakaríið í verlsunarmiðstöðinni FIRÐI með kaffistofu og svo er alla morgna örtröð á BRIKK kaffihúsi á Norðurbakkanum í brauði og salötum.

Afmæliskvöldverður:

  • Sveppasúpa
  • Lambakjöt með bearnaise, rótargrænmeti og bakaðri kartöflu
  • Súkkulaðikaka í desert

Verð er kr. 7.900.

Skemmtiatriði verða í boði og munu K og K sjá um þau. Hverjar eru þar á bak við mun koma í ljós en þær eru þaulvanar að sjá um skemmtanir af ýmsu tagi.

Húsið býður upp á tónlist.

Við höfum tekið frá nokkur herbergi á Fjörukránni fyrir þá sem vilja gista. Nauðsynlegt er að láta vita sem fyrst hverjir ætla að gista svo hægt sé að láta hótelið vita um fjöldann. Uppýsingar óskast sendar til formadur@butasaumur.is eða ritari@butasaumur.is eigi síðar en 1. júlí. 

Við hvetjum félagsmenn til þess að mæta, bæði á aðalfund og kvöldverð.

Allt er þetta með þeim fyrirvara að COVID blossi ekki upp á ný og banni skemmtanahald.

Stjórnin

> http://email.thefestivalofquilts.co.uk/c/1KFMeyjJv6norB3n0N8OW1k9K

Þar sem Festival of Quilts sýningin í Birmingham í Englandi verður ekki haldin í sumar af ástæðum sem öllum eru kunnar hafa forsvarsmenn hennar ákveðið að hafa annan hátt á samkeppni. Þeir ætla að halda sýningu á netinu.

Hún nefnist The Virtual Competition 2020.

12 flokkar  eru í keppninni og  mjög vegleg verðlaun fyrir hvern flokk eða 500 pund (u.þ.b. 90.000,- isl.krónur). Að auki fær eitt verk sem ber af úr öllum flokkunum sérstök verðlaun að upphæð 1500 pund (u.þ.b. 270.000).

Þátttakendur þurfa að færa inn mynd af verkinu sínu inn í umsóknarformið.  Dómarar keppninnar velja síðan 10 verk í hvern flokk til að sína á vefsíðu  Festival of Quilts og einnig í FoQ tímaritinu.

Eyðublað til útfyllingar kemur á vefinn í lok apríl og skilafrestur á verkunum er föstudagurinn 3. júlí 2020. Til mikils er að vinna.

Ef farið er inn á slóðina:email.thefestivalofquilts.co.uk/…qF5AD/wv fæst mynrænt yfirlit yfir flokkana en hér á eftir kemur þýðing á þeim upplýsingum sem þar birtast. Þar sést einnig hverjir styrktaraðiljarnir eru.

 

               Listaverk.

Í þessum flokki á verkið að geta staðið eitt og sér sem listaverk í hæsta gæðaflokki, í sjónrænum sem faglegum skilningi, bæði hvað snertir efni og saumaskap

 

          Samtímalegt bútasaumsverk.

Þetta skal vera verk sem er byggt á hefðbundnum bútasaumi en byggja á frumlegri nálgun. Hér má notast við hvers konar efni í verkið. Einnig má prenta á efnin og lita. Hér er hægt að nota hvað sem er í myndbygginguna. Verkið má sauma í vél og eða höndum.


              Hefðbundið bútasaumsverk.

Hér skal nota hefðbundna hönnun og mynstur. Verkið má vera hvort sem er eitt stykki sem er stungið og ásaumað eða bútar sem eru saumaðir saman og síðan stungnir og ásaumaðir. Verkið má  sauma í saumavél eða í höndum, eða blanda saman hvorutveggja. Sama gildir um stunguna.

 

           Nútímaverk, minimalískt verk.

Verkið skal vera einfalt að gerð, með nútímalegri hönnun og sterkum sjónrænum áhrifum. Nútímaverk eru oft ósamhverf og líkt og spunnin áfram. Þar gefur að líta endurtúlkun á því sem telst hefðbundið og jafnvel er þar skortur á sýnilegri blokkarbyggingu. Tilfinning um rými næst oft með því að nota neikvætt rými. Verkið skal hand- eða vélstungið svo að stungan styðji við hönnunina

 

                  Tveggja manna tak.

Verkið skal vera unnið af tveimur aðilum og með hverri þeirri tækni sem þá lystir. Sama gildir um stungu, hand- eða vélstungu, nema hvort tveggja sé. Hér skal taka fram hvort verkið var unnið til enda í samvinnu eða stungið af fagmanni í vél.

 

              Myndrænt teppi.

Flokkurinn Myndræn verkætti að tákna verk sem sýna sviðsmynd eða myndefni, t.d. fólk, dýr, blóm o.fl. sem meginhluta teppisins.

 

                       Smá verk.

Verkið má ekki vera stærra en 30 cm breidd. Hér má nota hvað tækni sem er blanda öllum tæknum saman.  Smá verkið skal líta út eins og um verk af fullri stær væri að ræða.

http://email.thefestivalofquilts.co.uk/c/1KFNgnPgo

               Verk ungra bútasaumara.

Þema verksins er  “endurnýta, draga úr, endurvinna og endurhugsa. Verkið má vera af hvaða stærð sem er, allar aðferðir leyfilegar. Það skal vera unnið af ungum bútasaumurum/bróderað í eftirtöldum aldursflokkum: 

5-9 ára

10-13 ára

14-18 ára

 

                     Byrjendaverk.

Þátttakendur eiga að hafa saumað skemur en 3 ár. Þeir eiga ekki að hafa hlotið menntun í bútasaumi eða textílmennt.  Verkunum þarf að hafa verið lokið innan tveggja seinustu ára og þau mega ekki hafa verið sýnd neins staðar áður. 

 

                     Hóp teppi/verk.

Senda skal inn eitt verk sem sem unnið er af fleiri en tveimur.

 

         Hugmyndafluginu gefinn laus taumur.

Þrívíddarverkin verða að hafa rétta lengd, breidd og dýpt. Þetta getur verið gert af einstaklingi eða hópi.

 

              “Fine Art” samkeppin.

The Vlieseline Fine Art Textiles verðlaunin verða á sínum stað þrátt fyrir allt og er skilafrestur í hana 1. Júní 2020. Allar nánari upplýsingar um þetta má sjá neðst á áðurnefndri vefsíðu.

 

Bútasaumsfélagið í samvinnu við ferðaskrifstofuna Söguferðir er að skipuleggja ferð á slóðir Amishfólksins í Bandaríkjunum dagana 20.-28. október (komið heim þann dag um morguninn). Komið er ca. verð í ferðina kr. 350 þús. Gist verður á góðum hótelum, þar af tvær nætur í Washington. Allar nánari upplýsingar verða tiltækar á marsfundinum þann 25, en þá kemur fulltrúi frá Söguferðum og segir nánar frá ferðinni. Farið verður m.a. í heimsókn á bóndabæ, skóla og ferðast um sveitirnar o.fl. Inn í þessu verði eru hótel og rútur. Vinsamlega staðfestu áhuga þinn á ferðinni með því að senda tölvupóst á fingurbjorg@gmail.com Bestu kveðjur Stjórnin

Jólaverkefnið sem vann 2019

Hrönn Scheving átti vinningsverki í jólasamkeppninni 2019. 

Jólasamkeppni 2020

Jólasamkeppni 2019

Að þessu sinni tóku 6 konur þátt í jólasamkeppni félagsins. Verkin voru mjög fjölbreytt og gaman að sjá hvað þau eru ólík. 

2.sæti Lynda Harðardóttir

3 sæti Ásdís Finnsdóttir

Jólasamkeppni

Ár hvert er haldin jólasamkeppni meðal félagsmanna.  Óháð dómnefnd dæmir verkin. Mjög góð verðlaun í boði fyrir 3 bestu stykkin. Þess utan velja fundargestir sérstaklega eitt verk Taktu þátt.

Birmingham

3 verk frá félagsmönnum fara á sýninguna í Birmingham. Taktu þátt.

Jólaverkefnið sem vann 2018

Guðný Benediktsdóttir átti vinningsverkið í jólasamkeppninni 2018. 

Birmingham 2019

Ár hvert er haldin stór sýning í Birmingham og félagið okkar sendir a.m.k 3 verk á hana. Það er til mikils að vinna að taka þátt í samkeppni á vegum félagsins til að koma verkum sínum á alþjóðasýningu sem þessa.