Saumadagur á norðurlandi

Íslenska bútasaumsfélagið auglýsir saumadag á norðurlandi. Nánar tiltekið í Þelamerkurskóla laugardaginn 22. mars næstkomandi kl. 10-16. Fundargjald er kr. 500 og koma félagsmenn með sitt eigið nesti en kaffi verður á staðnum. Straujárn og strauborð verður á staðnum en ef þið eruð með flisofix þá vinsamlegast hafið ykkar eigið. Þær sem ætla að mæta sendið tölvupóst á netfangið gagga@centrum.is, Svala Stefánsdóttir.