Saumadagur 6. desember

Saumadagur verður haldinn n.k. laugardag 6. desember kl. 10 – 16. Allir velkomnir, verð er kr. 2.500,- Lágmarksþátttaka eru 20 manns til að ná kostnaði fyrir salarleigu.
Verðum í salnum, Sléttuvegi 21, 103 Reykjavík.

Sigrún Aadnegard hjá Nál og Tvinna kemur og ætlar að sýna okkur nýjustu saumavélina hjá þeim, JUKI UX-8. Velkomið verður að prófa vélina.

Eins og áður þá er fyrirkomulagið þannig að hver og einn kemur með sitt nesti fyrir daginn.
Kaffi og te verður á staðnum.
Vinsamlegast svarið til með mætingu á Facebooksíðu félagsins (Atburður / Event: Saumadagur 6. desember).

Kær kveðja, stjórnin.