Saumadagur hjá félaginu verður laugardaginn 15. mars kl. 10:00-16:00 í salnum Sléttunni, Sléttuvegi 21-23.
Allir eru velkomnir, verð er kr. 2.000.- Muna að skrá sig á viðburðinn á Facebook síðu félagsins því við þurfum að lágmarki 20 manns til að standa undir kostnaði við salinn. Ef skráning er rétt undir 20 þá er möguleiki að hækka verðið til að geta haldið saumadaginn.
Sama fyrirkomulag og áður – hver og einn kemur með sitt nesti yfir daginn en boðið er upp á kaffi og te.
Líklegt er að við fáum saumavélakynningu frá Nál og tvinna ehf.
Hlökkum til að sjá ykkur.
Kær kveðja stjórnin
