Origami námskeið 16. febrúar 2025

Ágætu félagsmenn

Námskeið fyrir Íslenska bútasaumsfélagið í að sauma Origami – leðurtöskur verður haldið sunnudaginn 16. febrúar kl. 9 – 16 í Hvítlist Krókhálsi 3. Hámarksfjöldi eru 8 manns og lágmark 6 manns.
Töskurnar eru sniðar úr einu stykki/húð af þunnu og mjúku leðri sem brotið er með eins konar origami aðferð.

Kennari er Helga Rún Pálsdóttir en á námskeiðinu eru kennd grunnatriði við leðursaum, svo sem stillingar á saumavél, niðurlímingar á saumum og styrkingar, svo og réttu handtökin við að setja í rennilása, hnoð, smellur og kósa o.fl. Þessi grunnatriði nýtast vel við áframhaldandi vinnu með leður.