Námskeið í sólarlitun

Haldið verður námskeið í sólarlitun á vegum Íslenska bútasaumsfélagsins dagana 13. og 14. nóvember 2024.

Þátttakendur læra að lita efni (textíl) og gefst þar með kostur á að móta sinn eigin stíl í bútasaumi.

Námskeiðið verður haldið á Sléttuvegi 21-23, í sal sem heitir Sléttan og er á jarðhæð.

Námskeiðið mun standa yfir kl. 18:00 – 20:00 bæði kvöldin. 

Þátttakendur fá 10 prufur úr bómullarefni, blanda liti að eigin vali og geta valið úr þurrkuðum jurtum til þess að nota.

Gott væri að þátttakendur hefðu með sér svuntu eða annað til að hlífa fatnaði, þar sem unnið er með liti í fljótandi formi.

Leiðbeinandi er Sigurlaug Helga Jónsdóttir.

Verð: 15.000.-

Skráningarfrestur er til og með 8. nóvember og greiða þarf þátttökugjald sem fyrst eftir skráningu.

Hámarksfjöldi á námskeiðið er 10 manns.

Skráning fer fram á netfangið astaks1@gmail.com.