Jólafundur

Hinn árlegi jólafundur félagsins verður haldinn miðvikudaginn 26. nóvember kl. 19:30 í salnum Sléttuvegi 21-23, 103 Reykjavík. Christalena Hughmanick kemur aftur til okkar og segir meira frá verkefninu sínu Sögubútar í Árbæ: Bútasaumssmiðja. Jólapakkaleikurinn verður á sínum stað og fleira skemmtilegt. Heitt súkkulaði, smákökur og terta. Öllum er velkomið að sýna og segja frá bútasaumsverkum.

Jólapakkaleikurinn er með þeim hætti að hver og einn sem vill taka þátt kemur með pakka sem inniheldur eitthvað tengt bútasaumi. Miðað er við að verðmæti fari ekki yfir 3.000 kr. Pakkarnir fá númer og allir þátttakendur draga síðan númer úr potti og fá þann pakka sem passar við númerið.

Fundarverð er kr. 2.000.-

Vinsamlegast komið ekki með ilmvatn á ykkur eða áberandi sápulykt vegna óþols og ofnæmis. Það verður gerður viðburður á Facebooksíðu félagsins til að halda utan um mætingu.

Hlökkum til að sjá ykkur,
kær kveðja stjórnin