Félagsfundur 29. október

Félagsfundur verður hjá okkur næsta miðvikudag 29. október kl. 19:30 í salnum á Sléttuvegi 21-23.

Selma Gísladóttir mætir með ýmsan fróðleik um saumavélafætur, tvinnategundir, nálastærðir og ýmislegt fleira. Hún hefur mikla þekkingu á saumavélum og hagnýtum aðferðum við að gera saumaskapinn faglegan og flottan. Ef þið eigið saumavélafætur sem þið vitið ekki hvaða hlutverki gegna þá er um að gera að koma með þá á fundinn.

Í sumar og haust fóru margar félagskonur til Bandaríkjana á námskeið hjá Primitive Gatherings. Sýnt verður og sagt frá ullarsaumsverkum sem voru unnin þar og eru þær sem fóru á námskeiðin hvattar til að mæta með verkin sín, ókláruð sem kláruð. Það verður mjög gaman að sjá hvað gert var á námskeiðinu.

Á fundinum verður einnig happdrætti og sýnt og sagt frá verkum sem þið komið með.

Aðgangseyrir er kr. 1.000.-

Hlökkum til að sjá ykkur,
kveðja stjórnin