Félagsfundur verður haldinn 26. febrúar kl. 19:30 í salnum Sléttuvegi.
Arnþrúður Ösp frá Textílfélaginu mun kynna fyrir okkur Shasiko saumaaðferð. Ef félagsmenn eiga verk með Shasiko aðferð væri mjög gaman að fá að sjá þau á fundinum. Töskuþema verður í “Sýnt og sagt frá” í stað bútasaumsteppa og er félagsfólk hvatt til að koma með bútasaumstöskur sem það hefur saumað. Origami leðurtöskunámskeiðið var núna 16. febrúar og ef þátttakendur sjá sér fært að mæta á félagsfundinn, þá væri gaman að sjá afrakstur námskeiðsins á fundinum. Verkin þurfa alls ekki að vera fullkláruð. Happdrættið verður á sínum stað. Aðgangseyrir er 1.000 kr. og félagsfólk er beðið um að mæta með eigin bolla.
“Andstæður” er EQA áskorun ársins
Í Fréttabréfi félagsins í haust voru birtar upplýsingar um EQA áskorun 2025 og umsóknareyðublað fyrir þátttakendur. Verkið þarf að sýna andstæður í einhveri mynd, hugmyndafræðilega séð eins og t.d. dagur/nótt, stór/lítill o.s.frv. og/eða aðferðafræðliega þar sem notuð eru andstæð form, línur og aðferðir. Stærð er 35*35 cm, ferningur. Frestur til að skila inn mynd af verkinu tilbúnu er til 31. mars og verkinu sjálfu á að skila til Sunnu Reyr Sigurjónsdóttur, fulltrúa félagsins í EQA, fyrir 15. júní 2025. Netfangið hennar er reyrs@yahoo.com
Frestur til að skila inn umsóknareyðublaðinu til Sunnu hefur verið framlengdur til 15. mars.
Hetjuteppi
Að lokum viljum við koma þeim upplýsingum áleiðis að lokaskil hetjuteppa til hetjuteppanefndarinnar er 15. maí 2025.
Kær kveðja, stjórnin.