Félagsfundur verður haldinn hjá félaginu miðvikudaginn 1. október kl. 19:30.
Listakonan Christalena Hughmanic kemur og kynnir fyrir okkur bútasaumssmiðju sem hún er með á Borgarbókasafninu í Árbæ. Um er að ræða skapandi smiðju þar sem fólk saumar saman sameiginlegt bútasaumsteppi sem segir sögu hverfisins.
https://borgarbokasafn.is/vidburdir/fondur/sogubutar-i-arbae-butasaumssmidja
Guðrún Hennele Henttinen í Storkinum ætlar líka að heimsækja okkur og verður með efni og vörur úr verslun sinni til sölu.
https://storkurinn.is/
Það er alltaf velkomið að sýna og segja frá teppum og verkum.
Kaffi og te verður á staðnum og góður félagsskapur.
