Dagskrá funda og saumadaga

Nú fer dagskrá starfsársins að byrja og hefst með saumadegi 30. ágúst.
Það verða fjórir saumadagar og fimm félagsfundir og verður dagskrá hvers fundar auglýst þegar nær dregur. Búast má við frásögnum frá ferðum, sýningum og námskeiðum. Einnig verður fræðsla, “sýnt og sagt frá”, happdrætti og margt fleira skemmtilegt.

Staðsetning: Salurinn, Sléttuvegi 21–23, 103 Reykjavík

2025

  • Laugardagur 30. ágúst – Saumadagur – kl. 10:00
  • Miðvikudagur 1. október – Félagsfundur – kl. 19:30
  • Miðvikudagur 29. október – Félagsfundur – kl. 19:30
  • Miðvikudagur 26. nóvember – Jólafundur – kl. 19:30
  • Laugardagur 6. desember – Saumadagur – kl. 10:00

2026

  • Laugardagur 17. janúar – Saumadagur – kl. 10:00
  • Miðvikudagur 25. febrúar – Félagsfundur – kl. 19:30
  • Laugardagur 14. mars – Saumadagur – kl. 10:00

Miðvikudagur 29. apríl – Aðalfundur – kl. 20:00

Þetta er samvera og tími sem við gefum sjálfum okkur og öðrum.
Hlökkum til að sjá ykkur í vetur.
Kær kveðja, stjórnin