Ferð til Alsace í Frakklandi 2025

Ferð Íslenska bútasaumsfélagsins til Alsace í Frakklandi 15. – 22. september 2025.

Á jólafundi félagsins var kynnt fyrirhuguð ferð til Alsace næsta haust. Hér fyrir neðan eru upplýsingar um ferðina og slóð fyrir skráningu. Allir eru velkomnir, félagsmenn og aðrir. Skráningarfrestur er til 15. desember. Upplýsingarnar eru einnig á facebooksíðu félagsins.

https://tripical.is/ferdir/butasaumsfelagid-til-alsace-i-frakklandi/

Skráningarsíða:
https://tripical.multiscreensite.com/ff1007—11–16-09-25—butasaumur-til-alsace

Hafið vegabréfið hjá ykkur þegar þið skráið ykkur. Hægt er að skrá sig til 15. desember og greiða þarf staðfestingargjald kr. 39.598.- sem er 22% af ferðinni m/v tveggja manna herbergi, annars kr. 52.798.-

Leiðbeiningar við skráningu:
Smellið á dagsetninguna 15. september og ýtið á greiða. Ef þið viljið einstaklingsherbergi þá veljið þið “Einbýli” og svo greiða.
Skrá inn nafn og netfang.
Veljið hvort þið viljið forfallagjald eða ekki og allar persónuupplýsingar – VEGABRÉFSNR. og GILDISTÍMA
Greiða ferðina að fullu eða 22%.
Það þarf að greiða ferðina að fullu 8 vikum fyrir brottför.

Kær kveðja stjórnin.