Vorferð 2014

Vorferð Íslenska bútasaumsfélagsins verður farin laugardaginn 26.apríl 2014.

Að þessu sinni er ferðinni heitið á Njálusetrið á Hvollsvelli, þar sem við stöldrum við og saumum nokkur spor í Njálurefilinn.

Ferðatilhögun:

kl:9.00 Lagt af stað frá bílastæðinu við Grensáskirkju

kl:9.45 Komið til Selfoss þar sem við heimsækjum tískuverslunina Lindina . Möguleiki á fleiri búðum s.s. Bútabæ

kl:11.00 Haldið áfram og næst verður það Hótel Rangá þar sem við skoðum m.a Íslandskortið sem er bútasaumsverk

kl:12.00 Léttur hádegisverður á Hótel Rangá

kl:13.00 Haldið áfram að Njálusetrinu þar sem okkur gefst kostur á að sauma í refilinn og kynna okkur setrið.

kl:15.00 Lagt af stað til baka. Á leiðinni verður stoppað í Þingborg eða annars staðar.

Skipuleggjendur áskila sér rétt til minniháttar breytinga á dagskrá og stoppum.

Verð: 6000,- kr  allt innifalið

Þátttaka tilkynnist fyrir 15.apríl á netfangið fingurbjorg@gmail.com eða til Ragnheiðar í síma 86039298603929 og  Brynju í síma 89720688972068

Skrifa athugasemd