Verum sýnileg með bútasauminn !

Verum sýnileg með bútasauminn laugardaginn 21.júní!

Hvar ætlum við bútasaumsfólk á Íslandi að vera laugardaginn 21.júní 2014?   Er ekki kominn tími til að feta í fótspor nágranna okkar og halda uppá dag bútasaumsins?

Evrópsku bútasaumssamtökin EQA hafa undanfarin ár haldið uppá þriðja laugardag í júní og gert hann að degi bútasaumsins, (QUIP quilt in public day). Við getum kallað daginn VERUM SÝNILEG MEÐ BÚTASAUMINN, til að byrja með.

Stjórn Íslenska bútasaumsfélagsins finnst ástæða til að taka upp þennan skemmtilega sið og vill hvetja félagsmenn og aðra áhugasama um bútasaum að finna sér stað og stund laugardaginn 21.júní til að vera sýnileg með bútasauminn á almannafæri. Vinkonur og klúbbar gætu haldið upp á daginn saman og gert hann að sumarsaumaklúbbi ársins. Aðalatriðið er að koma saman þar sem áhorfendur eru til þess að vekja athygli á þessu skemmtilega tómstundagamni okkar.

Kíkið á Facebook síðu félagsins og búið til hópa til að vera með 21.6.

Góða skemmtun! Hér kemur tenging á heimasíðu norska bútasaumsfélagsins, sem segir meira: http://www.nqf.no/quip/

Skrifa athugasemd