Hetjuteppi

Teppi handa Hetju er heiti á verkefni félagsins en tilgangurinn er að gleðja langveik börn og unglinga.   Verkefni sem þetta er algeng meðal bútasaumsunnenda um allan heim, þar sem teppi eru t.d. gefin sjúklingum og slökkviliði staðarins svo dæmi séu tekin.  Félagið hefur verið í samstarfi við Umhyggju stuðningsfélag langveikra barna sem sér um dreifingu þeirra til barnanna.

Verklagsreglur fyrir Hetjuteppin!  Gefendur eru beðnir að hafa eftirfarandi í huga.

  • Markhópurinn eru langveik börn og ungmenni með ýmiskonar fatlanir eða raskanir á aldrinum0-25 ára.
  • Lágmarkstærð á ungbarnateppi skal vera 100 x120 cm, annars frjálst.
  • Litaval er frjálst en veljið liti og mynstur sem höfða til markhópsins.
  • Teppið þarf að vera sterklega saumað og þola tíðan þvott.
  • Teppið þarf að vera þétt stungið hvort sem það er gert í höndum eða vél. Það er að segja, óstunginn flötur má ekki vera stærri en lófi (u.þ.b. 10 cm). Reynslan segir okkur að efnið slitnar fyrr í lítið stungnu teppi.
  • Merkja skal teppið á þar til gerðan teppamiða sem saumaður er á bakhlið í hægra horn teppissins,á honum skal standa:
  • Teppi handa Hetju og ártal.og nafn klúbbs eða einstaklings sem gefur, merkingin þarf að vera skýr og varanleg.Teppamiðinn gæti litið svona út.

  • Þiggjendum er það mjög mikilvægt að teppi sé merkt Hetjuteppi og aðstandendum þykir mikilvægt að vita hver gerði teppið.

Það er í góðu lagi að endurnýta efni svo framarlega að þau séu heil og hrein.

Teppin eru öll mynduð og skráð með nafni gefenda og hægt er að skoða þau á heimasíðu félagsins undir Hetjuteppi.

Skilafrestur er alltaf í vikunni fyrir aðalfund hvert ár.

Nefndin:

Dagbjört Guðmundsdóttir formaður s: 8653347

Borghildur Ingvarsdóttir s: 8498022

Pálína Árnadóttir s: 8616053