Sýningin Spor í Spor

Sýningin spor í spor opnar í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5,

laugardaginn 22. nóvember og stendur til 31. desember 2014
~ spor í spor ~ handsaumur í pappír ~
Sifa – Sigrún Guðmundsdóttir

Sigrún vinnur með gamlan útsaum, kaffidúka og puntudúka sem hafa þjónað hlutverki sínu, margþvegnir og misjafnlega slitnir. Hún klippir smábúta úr útsaum, setur þá á pappír og heldur áfram að sauma. Þannig tengir hún við fyrri tíma og heldur áfram á eigin hátt, og úr verður einskonar samtal á milli nútíðar og fortíðar.