Sýning félagskonu

Félagskonan Birna Baldursdóttir á stórafmæli á morgun og að því tilefni er hún með sýningu á bútasaumsteppum sem hún hefur gert í gegnum tíðina.Verkin eru frá 25 ára bútasaumstímabili í lifi Birnu. Sýningin er í Gróskusalnum á Garðartorgi (við hliðina á Víði) og verður opin fimmtudag 27. til sunnudags 30. júní kl.14-19 alla dagana.
Sýning sem engin bútasaumsáhugakona eða maður má láta framhjá sér fara.