Sexkantar og smámunir

Íslenska bútasaumsfélagið heldur sýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur 25 til 28 maí 2017.   Opið verður frá kl. 10 til 20 alla sýningardaganna.

Á sýningunni verða sýnd hand- og vélsaumuð bútasaumsverk þar sem sexkantar verða í aðalhlutverki.   Auk fjölmargra smámuna þar sem hugmyndaauðgi ræður ríkum.

Samhliða sýningunni efnir félagið til hlutaveltu með ýmiskonar bútasaumstengdum vinningum og eru sýningargestir hvattir til að styrkja félagið með þátttöku sinni.

Félagsmenn eru vinsamlegast beðnir um að prenta meðfylgjandi auglýsingu til að hengja upp á opinberum vettvangi.