Saumafundur í Fella og Hólakirkju laugardaginn 18. febrúar, kl.10.00-16.00

Saumaþema Krossgötur
Krossgötur er samkeppni EQA 2012

Hugmyndin er að þið komið með efni og e.t.v. saumavélar. Á staðnum
verða konur sem vanar eru að taka þátt í samkeppnum. Þær munu aðstoða
við að velja saman efni og aðferð við að mynda krossgötur.
Tilvalið tækifæri fyrir nýliða til að fá innsýn í nýtt handbragð

Gaman væri ef sem flestar tækju þátt í samkeppninni. Ísland þarf að
velja 10 eða 12 verk til að senda á sýninguna í Birmingham í ágúst.

Kl. 12. Kemur Kristín Linda Jónsdóttir, ritstjóri Húsfreyjunnar með óvissuerindi.

Sýnt og sagt frá, saumahópi.

Önnur mál

Það verður kaffi á könnunni og þið komið með nesti.

P.s. Muna að taka með framlengingasnúrur….. og góða skapið :)