Saumafundur 27.okt 2012

Stjórn Íslenska bútasaumsfélagsins vill minna á saumafundinn sem verður í Safnaðarheimili Grensáskirkju  seinasta laugardag í október 27.10. Húsið opnar klukkan 9:45 og veður opið til kl.16:00.

Það verður hitað kaffi eftir þörfum en takið með ykkur nesti  í hádegi.  Að öðrum kosti er Austurver  í næsta húsi og Nóatún opið alla daga fram á kvöld. Einnig er Bakarameistarinn í Austurveri og þar er hægt að fá súpu og brauð á góðu verði .

Tilhögun saumadagsins:

Byrjað verður á að kynna saumaskap á stjörnu og þær sem kunna hana verða til aðstoðar.  Sjá frétt hér neðar á síðunni  sem vísar í skýringar vegna stjörnunnar. Þeir sem vilja geta prentað það út (18 bls), en hægt verður að skoða möppu með leiðbeiningum á staðnum.

Eftir hádegi verður fulltrúi frá Versluninni Bóthildi með kynningu á hjálpartækjum og saum á dúk.

Kynning á bollamottunum og sýnishornum  (sjá bls.4 og 22-23 í síðasta blaði). Í bollamotturnar er tilvalið að nota afganga,ábyrjað/ólokið, skera sundur og skeyta saman. Einnig er tilvalið að æfa sig í nýjum aðferðum og gefa ímyndunaraflinu og litagleðinni lausann tauminn.

Munið að taka með fjöltengi  og ef þið eigið ferðastraujárn eða bara venjulegt þá væri gott að hafa það með líka.

Við viljum líka minna á að á sunnudaginn 28.okt er fyrsti saumafundur Munaðarleysingjanna á þessum vetri, og munum við hittast eins og áður í húsi Heimilisiðnaðarskólans við Nethyl í Reykjavík.  Sjá nánar neðar á síðunni.