Saumafundur 27 janúar kl. 10.00 – 16.00 í Bústaðakirkju

Ágætu félagar.

Hver kemur með það sem hann er með undir nálinni en boðið verður upp á kennslu af hálfu Margrétar Óskar Árnadóttur sem hún nefnir Blá endurvinnsla/gallabuxur og ljósar skyrtur:  Hafið með þvegnar og straujaðar gallabuxur og skyrtur og saumið púða o.fl. Ef púði er valinn þarf einar gallabuxur, 40 cm rennilás, bláan tvinna og slatta af bláaum efnisbútum og ræmum. Úr skyrtum má sauma  diskamottur og löbera. Takið með nokkra  litríka búta  og ræmur.  Ath. að reiknað er með að tími vinnist til að kenna lokafrágang á púðaveri.

Að öðru leiti kemur hver með sitt og saumar í „selskap“. Ef einhver á í vandræðum með eitthvað sem við kemur saumaskap þá er upplagt að koma með það og leita ráða. Þarna verður saman komið margt ráðagott fólk.

Auk þess mætir fulltrúi frá B.Ingvarssyni og selur  nálar og eitthvað spennandi sem við finnum not fyrir einhvern tímann.

Hitað verður kaffi. Þátttakendur hafa með sér nesti.  Aðgangur er 1.000,- kr og er öllum opinn.

Kveðja stjórnin.

Skrifa athugasemd